Átti að vera í sóttkví en hundsaði öll fyrirmæli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 07:30 Lögreglan gerði úttekt á veitingastöðum í miðborginni í gærkvöldi og athugaði hvort reglum um sóttvarnir og skráningu gesta væri framfylgt. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla kannaði ástand veitingastaða í miðborg Reykjavíkur í gær með tilliti til sóttvarna og þess hvort gestir væru skráðir samkvæmt reglum. Víðast hvar var reglum um sóttvarnir og skráningu gesta fullnægt en fengu starfsmenn á tveimur veitingastöðum tiltal varðandi hvað betur mætti fara. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fékk hins vegar margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum vegna partístands og hárrar tónlistar frá klukkan ellefu í gærkvöldi til fimm í morgun. Lögregla var jafnframt kölluð til vegna ölvaðs erlends ferðamanns sem lét illum látum á hóteli þar sem hann átti að vera í sóttkví en hunsaði öll fyrirmæli. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Steig út úr bifreið sem rann á lögreglubílinn Þá var tilkynnt um líkamsárás um klukkan tíu í gærkvöldi þar sem tveir menn réðust á þann þriðja. Árásarþoli fékk hnefahögg í gagnauga og var með áverka eftir árásina. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en fyrir liggur hverjir þeir eru og er málið í rannsókn. Að vanda hafði lögregla afskipti af þónokkrum fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, meðal annars sautján ára stúlku sem sinnti ekki stöðvunartilmælum lögreglu í fyrstu. Þegar bifreiðin var loks stöðvuð steig stúlkan sem var undir stýri út úr bílnum, án þess að tryggja bifreiðina með þeim afleiðingum að bíllinn rann á lögreglubifreiðina. Stúlkan er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en var sótt af móður sinni á lögreglustöð að lokinni sýnatöku. Lögregla hafði jafnframt afskipti af öðrum ökumanni sem var gripinn við þá iðju að spóla á bifreið sinni þannig að hjólbarði sprakk með miklum hávaða. Var hann ekki talinn sýna næga tillitssemi og varúð og var skýrsla rituð um málið. Loks var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr fataverslun þegar klukkan var um tuttugu mínútur yfir eitt í nótt. Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fékk hins vegar margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum vegna partístands og hárrar tónlistar frá klukkan ellefu í gærkvöldi til fimm í morgun. Lögregla var jafnframt kölluð til vegna ölvaðs erlends ferðamanns sem lét illum látum á hóteli þar sem hann átti að vera í sóttkví en hunsaði öll fyrirmæli. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Steig út úr bifreið sem rann á lögreglubílinn Þá var tilkynnt um líkamsárás um klukkan tíu í gærkvöldi þar sem tveir menn réðust á þann þriðja. Árásarþoli fékk hnefahögg í gagnauga og var með áverka eftir árásina. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en fyrir liggur hverjir þeir eru og er málið í rannsókn. Að vanda hafði lögregla afskipti af þónokkrum fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, meðal annars sautján ára stúlku sem sinnti ekki stöðvunartilmælum lögreglu í fyrstu. Þegar bifreiðin var loks stöðvuð steig stúlkan sem var undir stýri út úr bílnum, án þess að tryggja bifreiðina með þeim afleiðingum að bíllinn rann á lögreglubifreiðina. Stúlkan er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en var sótt af móður sinni á lögreglustöð að lokinni sýnatöku. Lögregla hafði jafnframt afskipti af öðrum ökumanni sem var gripinn við þá iðju að spóla á bifreið sinni þannig að hjólbarði sprakk með miklum hávaða. Var hann ekki talinn sýna næga tillitssemi og varúð og var skýrsla rituð um málið. Loks var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr fataverslun þegar klukkan var um tuttugu mínútur yfir eitt í nótt.
Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Sjá meira