90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 12:31 Stuðningsmenn Tottenham mótmæltu stjórn félagsins fyrir leik liðsins við Southampton í miðri viku. MB Media/Getty Images/Sebastian Frej Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. Tottenham var eitt sex enskra liða í tólf félaga hópi sem stóð að stofnunni, en hugmyndirnar voru fljótt skotnar niður af stuðningsmönnum víða um heim. Tottenham, líkt og fleiri liðanna, sögðu sig frá deildinni á þriðjudag. Stuðningsmannafélagið, Tottenham Hotspur Supporters' Trust, sem er lýðræðislega skipuð eining með það að markmiði að treysta sambandið milli félagsins og stuðningsmanna hélt félagafund í gærkvöld þar sem ofurdeildin var tekin fyrir. 90% fundarmanna kusu þar með því að kalla eftir afsögn stjórnar félagsins. Ákallið eftir afsögn er rökstudd með eftirfarandi hætti í yfirlýsingu hópsins: „Afleiðingar ákvörðunar þeirra um að reyna við stofnun þessarar deildar gæti nú leitt til þungra refsinga - stigafrádráttur, bann frá keppnum, fjársektir, eða aðrar refsingar,“ „Þeir tóku þátt í þessu vitandi það, og vitandi að þeir hættu á bann leikmanna frá alþjóðlegum keppnum.“ Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að félagið telji samband milli stuðningsmanna og félagsins vera varanlega brostið. Aðgerðirnar hafi valdið Tottenham alþjóðlegri niðurlægingu. Mikil pressa er á Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham.Getty Images/Clive Rose Erfið vika er að baki hjá félaginu þar sem José Mourinho var vikið úr sæti knattspyrnustjóra síðasta laugardag. Stuðningsmenn eygja þó ljósglætu þar sem Tottenham hefur tök á að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2008 er það mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins á morgun. Úrslitaleikur Manchester City og Tottenham hefst klukkan 15:30 á morgun, sunnudag, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Tengdar fréttir Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46 Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Tottenham var eitt sex enskra liða í tólf félaga hópi sem stóð að stofnunni, en hugmyndirnar voru fljótt skotnar niður af stuðningsmönnum víða um heim. Tottenham, líkt og fleiri liðanna, sögðu sig frá deildinni á þriðjudag. Stuðningsmannafélagið, Tottenham Hotspur Supporters' Trust, sem er lýðræðislega skipuð eining með það að markmiði að treysta sambandið milli félagsins og stuðningsmanna hélt félagafund í gærkvöld þar sem ofurdeildin var tekin fyrir. 90% fundarmanna kusu þar með því að kalla eftir afsögn stjórnar félagsins. Ákallið eftir afsögn er rökstudd með eftirfarandi hætti í yfirlýsingu hópsins: „Afleiðingar ákvörðunar þeirra um að reyna við stofnun þessarar deildar gæti nú leitt til þungra refsinga - stigafrádráttur, bann frá keppnum, fjársektir, eða aðrar refsingar,“ „Þeir tóku þátt í þessu vitandi það, og vitandi að þeir hættu á bann leikmanna frá alþjóðlegum keppnum.“ Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að félagið telji samband milli stuðningsmanna og félagsins vera varanlega brostið. Aðgerðirnar hafi valdið Tottenham alþjóðlegri niðurlægingu. Mikil pressa er á Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham.Getty Images/Clive Rose Erfið vika er að baki hjá félaginu þar sem José Mourinho var vikið úr sæti knattspyrnustjóra síðasta laugardag. Stuðningsmenn eygja þó ljósglætu þar sem Tottenham hefur tök á að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2008 er það mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins á morgun. Úrslitaleikur Manchester City og Tottenham hefst klukkan 15:30 á morgun, sunnudag, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46 Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46
Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01
Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54