„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 13:00 Roman Abramovich sér eftir tilraun til stofnunar ofurdeildar. Getty Images/Chris Brunskill Ltd Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. Chelsea var á meðal ensku liðanna sex, ásamt Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, sem sögðu sig öll frá verkefninu á þriðjudag, aðeins um 48 klukkustundum eftir að áformin voru tilkynnt. Stuðningsmenn Chelsea stóðu að mótmælum fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins, fyrir leik þeirra við Brighton & Hove Albion á þriðjudagskvöldið. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli. „Eigandinn og stjórnin gerir sér grein fyrir að aðkoma félagsins að slíkri tillögu sé ákvörðun sem við áttum ekki að taka. Það er ákvörðun sem við hörmum mjög.“ segir í tilkynningu frá stjórn Chelsea. Einnig kom fram að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu hafi verið tekin á þeim grundvelli að liðið vildi ekki hætta á að dragast aftur úr bæði enskum og evrópskum keppinautum sínum. A letter to supporters of Chelsea FC.— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 23, 2021 Chelsea er ekki eina liðið í vandræðum vegna málsins en stuðningsmenn bæði Arsenal og Tottenham stóðu að mótmælum í gærkvöld. Kallað hefur verið eftir afsögn stjórnar beggja félaga. Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003. Hann þurrkaði þá út miklar skuldir félagsins og lét mikið til sín taka á félagsskiptamarkaðnum sem skilaði félaginu enskum meistaratitli strax árið 2005 - 50 árum eftir að eini Englandsmeistaratitill Chelsea fram að þeim tíma vannst. Síðan þá hafa fjórir slíkir titlar unnist til viðbótar, auk fimm enskra bikartitla og Meistaradeildartitils árið 2012. Ofurdeildin Tengdar fréttir 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Chelsea var á meðal ensku liðanna sex, ásamt Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, sem sögðu sig öll frá verkefninu á þriðjudag, aðeins um 48 klukkustundum eftir að áformin voru tilkynnt. Stuðningsmenn Chelsea stóðu að mótmælum fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins, fyrir leik þeirra við Brighton & Hove Albion á þriðjudagskvöldið. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli. „Eigandinn og stjórnin gerir sér grein fyrir að aðkoma félagsins að slíkri tillögu sé ákvörðun sem við áttum ekki að taka. Það er ákvörðun sem við hörmum mjög.“ segir í tilkynningu frá stjórn Chelsea. Einnig kom fram að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu hafi verið tekin á þeim grundvelli að liðið vildi ekki hætta á að dragast aftur úr bæði enskum og evrópskum keppinautum sínum. A letter to supporters of Chelsea FC.— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 23, 2021 Chelsea er ekki eina liðið í vandræðum vegna málsins en stuðningsmenn bæði Arsenal og Tottenham stóðu að mótmælum í gærkvöld. Kallað hefur verið eftir afsögn stjórnar beggja félaga. Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003. Hann þurrkaði þá út miklar skuldir félagsins og lét mikið til sín taka á félagsskiptamarkaðnum sem skilaði félaginu enskum meistaratitli strax árið 2005 - 50 árum eftir að eini Englandsmeistaratitill Chelsea fram að þeim tíma vannst. Síðan þá hafa fjórir slíkir titlar unnist til viðbótar, auk fimm enskra bikartitla og Meistaradeildartitils árið 2012.
Ofurdeildin Tengdar fréttir 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31
Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01