Ósáttir stuðningsmenn United fjölmenna fyrir utan Old Trafford Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 15:10 Glazer-fjölskyldan þarf ekki síður að axla ábyrgð en Ed Woodward og selja félagið, eru skilaboð stuðningsmanna. Getty Images/Danny Lawson Stuðningsmenn Manchester United fara að fordæmi fylgjenda annarra stórliða á Englandi og lýsa andstöðu sinni við stjórn félagsins vegna ofurdeildarinnar. Þeir kalla eftir sölu Glazer-fjölskyldunnar á félaginu. Ensku liðin sex Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham voru á meðal þeirra sem stóðu að stofnun ofurdeildarinnar síðasta sunnudag en drógu öll í land um 48 tímum síðar, á þriðjudag, vegna þrýstings frá stuðningsmönnum. Mikið hefur blásið um eigendur og stjórnendur allra liða, en síðast í gærkvöld var staðið að fjöldamótmælum bæði við White Hart Lane, heimavöll Tottenham, og Emirates-völlinn, heimavöll Arsenal. Stuðningsmenn Manchester United eru litlu sáttari en stuðningsmenn hinna liðanna og komu margir saman til að mótmæla eigendum sínum við Old Trafford, heimavöll liðsins, í Manchester-borg í dag. Nú þegar hefur Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins, ákveðið að segja upp vegna málsins en Glazer-fjölskyldan þarf ekki síður að axla ábyrgð, að mati stuðningsmanna. Man United fans are making their voices heard during protests at Old Trafford pic.twitter.com/UN1mDEYCKw— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2021 Tengdar fréttir Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30 „Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. 24. apríl 2021 13:00 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Ensku liðin sex Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham voru á meðal þeirra sem stóðu að stofnun ofurdeildarinnar síðasta sunnudag en drógu öll í land um 48 tímum síðar, á þriðjudag, vegna þrýstings frá stuðningsmönnum. Mikið hefur blásið um eigendur og stjórnendur allra liða, en síðast í gærkvöld var staðið að fjöldamótmælum bæði við White Hart Lane, heimavöll Tottenham, og Emirates-völlinn, heimavöll Arsenal. Stuðningsmenn Manchester United eru litlu sáttari en stuðningsmenn hinna liðanna og komu margir saman til að mótmæla eigendum sínum við Old Trafford, heimavöll liðsins, í Manchester-borg í dag. Nú þegar hefur Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins, ákveðið að segja upp vegna málsins en Glazer-fjölskyldan þarf ekki síður að axla ábyrgð, að mati stuðningsmanna. Man United fans are making their voices heard during protests at Old Trafford pic.twitter.com/UN1mDEYCKw— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2021
Tengdar fréttir Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30 „Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. 24. apríl 2021 13:00 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30
„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. 24. apríl 2021 13:00
90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31
Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01