Önnur umferð deildarinnar hófst í gær og var Arnór Ingvi mættur í byrjunarlið New England Revolution sem tók á móti D.C. United á Gillette-vellinum í Foxborough. Varnarmaðurinn Brendan Hines-Ike varð þar fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í síðari hálfleik og reyndist það eina mark leiksins.
New England vann því 1-0 sigur í fyrsta leik Arnórs Ingva sem var skipt af velli þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína.

Guðmundur Þórarinsson spilaði þá 72 mínútur fyrir New York City sem vann öruggan 5-0 heimasigur á Cincinnati. Guðmundur skoraði þriðja mark liðsins í leiknum, frábært mark beint úr aukaspyrnu á 57. mínútu.
Eftir 2-1 tap fyrir D.C. United í fyrsta leik er New York-liðið með þrjú stig.
THOR pic.twitter.com/TLKshJA1Pj
— New York City FC (@NYCFC) April 24, 2021