Ajax með níu fingur á titlinum eftir sigur á AZ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2021 14:30 Albert Guðmundsson í baráttunni við Dusan Tadic sem lagði upp fyrra mark Ajax. ANP Sport via Getty Images/ED VAN DE POL Albert Guðmundsson lék fyrstu 73 mínútur leiksins í 2-0 tapi liðs hans AZ Alkmaar fyrir Ajax á Johan Cruyff-vellinum í Amsterdam. Ajax gott sem tryggir sér hollenska meistaratitilinn með sigrinum en AZ berst fyrir Evrópusæti. Albert byrjaði leikinn á miðsvæði AZ ásamt Teun Koopmeiners og Fredrik Midtsjö. Albert fékk fínt færi í fyrri hálfleiknum er hann slapp í gegnum vörn Ajax en reynsluboltinn Maarten Stekelenburg í marki Ajax sá við honum. Markalaust var í leikhléi en eftir um tuttugu mínútna leik í síðari hálfleik var Davy Klaassen, fyrrum leikmaður Everton, einn á auðum sjó á teig AZ hvaðan hann afgreiddi boltann í netið í kjölfar undirbúnings Dusan Tadic. Stekelenburg sá við Alberti þegar hann slapp inn fyrir vörn Ajax í fyrri hálfleiknum.ANP Sport via Getty Images/MAURICE VAN STEEN Alberti var skipt af velli um sjö mínútum síðar en AZ náði ekki að setja mark sitt á leikinn á lokakaflanum. Klaassen skoraði sitt annað mark er hann innsiglaði 2-0 sigur Ajax í uppbótartíma. Ajax er eftir sigurinn með 76 stig á toppi deildarinnar, tólf stigum á undan PSV Eindhoven í öðru sætinu þegar fjórir leikir eru eftir. PSV getur því tölfræðilega enn unnið titilinn á markatölu, vinni þeir alla sína leiki og Ajax tapi sínum. PSV þarf þó að vinna upp 32 mörk í markatölumun að auki. Ajax getur því gott sem gengið að sínum 35. hollenska meistaratitli sem vísum. AZ er með 61 stig í þriðja sætinu, Evrópusæti, fimm stigum á undan Vitesse Arnhem í fjórða og sjö á undan Feyenoord sem í því fimmta. Vitesse og Feyenoord eigast við innbyrðis síðar í dag. Hollenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Albert byrjaði leikinn á miðsvæði AZ ásamt Teun Koopmeiners og Fredrik Midtsjö. Albert fékk fínt færi í fyrri hálfleiknum er hann slapp í gegnum vörn Ajax en reynsluboltinn Maarten Stekelenburg í marki Ajax sá við honum. Markalaust var í leikhléi en eftir um tuttugu mínútna leik í síðari hálfleik var Davy Klaassen, fyrrum leikmaður Everton, einn á auðum sjó á teig AZ hvaðan hann afgreiddi boltann í netið í kjölfar undirbúnings Dusan Tadic. Stekelenburg sá við Alberti þegar hann slapp inn fyrir vörn Ajax í fyrri hálfleiknum.ANP Sport via Getty Images/MAURICE VAN STEEN Alberti var skipt af velli um sjö mínútum síðar en AZ náði ekki að setja mark sitt á leikinn á lokakaflanum. Klaassen skoraði sitt annað mark er hann innsiglaði 2-0 sigur Ajax í uppbótartíma. Ajax er eftir sigurinn með 76 stig á toppi deildarinnar, tólf stigum á undan PSV Eindhoven í öðru sætinu þegar fjórir leikir eru eftir. PSV getur því tölfræðilega enn unnið titilinn á markatölu, vinni þeir alla sína leiki og Ajax tapi sínum. PSV þarf þó að vinna upp 32 mörk í markatölumun að auki. Ajax getur því gott sem gengið að sínum 35. hollenska meistaratitli sem vísum. AZ er með 61 stig í þriðja sætinu, Evrópusæti, fimm stigum á undan Vitesse Arnhem í fjórða og sjö á undan Feyenoord sem í því fimmta. Vitesse og Feyenoord eigast við innbyrðis síðar í dag.
Hollenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira