Handbolti

Ómar Ingi skoraði sex í tapi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ómar Ingi hefur verið iðinn við markaskorun í vetur.
Ómar Ingi hefur verið iðinn við markaskorun í vetur. Uwe Anspach/Getty

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk fyrir Magdeburg sem tapaði naumlega 30-28 fyrir Erlangen á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ómar er þriðji markahæstur í deildinni.

Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Magdeburg af undir lok hans og leiddu með fjögurra marka mun í hálfleik, 16-12. Erlangen mættu hins vegar ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu þegar um átta mínútur voru liðnar. Fljótlega eftir það náðu þeir forystunni og héldu tveggja til þriggja marka forystu allt til loka.

Magdeburg er í fjórða sæti deildarinnar með 38 stig, átta stigum frá toppliði Flensburgar.

Ómar Ingi skoraði sex mörk í leiknum og er sá þriðji markahæsti í deildinni með 173 mörk. Marcel Schiller er markahæstur með 181 mark en Robert Weber hefur skorað 179. Fjórði er Viggó Kristjánsson með 166 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×