Björgum heilbrigðiskerfinu Sigurgeir Jónasson skrifar 26. apríl 2021 09:00 Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Þessi þrjú rekstrarform mynda heildarmynd íslenska heilbrigðiskerfisins. Það rekstrarform sem nú á mest undir högg að sækja er einkarekstur með samning en þar eru tækifærin jafnframt mest. Heimsfaraldur COVID-19, veirunnar skæðu, hefur ekki einungis sýnt okkur mikilvægi þess að vera með öflugt heilbrigðiskerfi heldur höfum við séð hve nauðsynlegt það er að einkaaðilar fái að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Öllum ætti að vera orðið ljóst að án aðkomu einkaaðila hefðum við ekki meðhöndlað þessar aðstæður jafn vel og raun ber vitni. Sumir sjá vandamál en við sjáum lausnir Hluti fólks sér aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem vandamál þegar hið rétta er að aukinn einkarekstur er lausnin við mörgum af þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið okkar glímir við. Helsta forgangsmál hins opinbera handan við COVID storminn ætti að vera að setja aukinn kraft í Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og gera þeim auðveldara að semja við fleiri einkarekna aðila í heilbrigðisþjónustu. Í sjúkratryggingakerfi fær sjúklingurinn val um það hvar hann sækir sér þá þjónustu sem hann þarf á að halda, hvort sem það er í opinberum rekstri eða einkarekstri, vegna þess að sjúklingurinn er tryggður undir báðum rekstrarformum. Það sem þarf að gera er tvíþætt. Annars vegar þarf að semja við einkaaðila til að koma þeim úr rekstrarformi einkareksturs án samnings og opna dyr fleiri að þeirra þjónustu, til dæmis sálfræðinga, tannlækna, sjúkraþjálfara og sambærilega heilbrigðisþjónustu. Hins vegar þarf að hleypa fleiri einkaaðilum að borðinu, til dæmis við ýmis konar þjónustu skurð- og sérfræðilækna sem nú er í opinberum rekstri. Jákvæðar keðjuverkanir Sífellt berast fréttir þess efnis að Landspítalinn sé yfirfullur, það skorti fjármagn, starfsfólk sé undir miklu álagi og að fresta þurfi mikilvægum aðgerðum svo nokkur dæmi séu tekin. Auðvelt væri að bæta úr þeim vandamálum. Það sem þarf að gera er að skilgreina og forgangsraða brýnustu heilbrigðisþjónustunni á Landspítalanum og hafa hana í opinberum rekstri á sama tíma og SÍ semur við einkaaðila um veitingu á almennt valkvæðari heilbrigðisþjónustu. Þetta fyrirkomulag hleypir jákvæðri keðjuverkun af stað sem smitast út í allt heilbrigðiskerfið. Þegar Sjúkratryggingar Íslands semja við eina einkarekna skurðstofu geta sjúklingar sótt sér þjónustu þangað. Við það losnar rými á Landspítalanum á sama tíma og álagið minnkar, biðlistar styttast og fjármunir sparast með auknu hagræði. Landspítalinn getur þá einbeitt sér betur að sinni lífsnauðsynlegu heilbrigðisþjónustu og er betur í stakk búinn að veita þá þjónustu vel. Jafnframt fá sjúklingar og starfsfólk aukið valfrelsi og með auknu valfrelsi eykst samkeppni heilbrigðisstofnana og heilbrigðisfyrirtækja sem ætti að skila sér í hagkvæmari, skilvirkari og betri þjónustu. Hér vinna allir og það besta er að þetta er allt hægt. Það eina sem vantar er pólitískur vilji. Höfundur er hagfræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Þessi þrjú rekstrarform mynda heildarmynd íslenska heilbrigðiskerfisins. Það rekstrarform sem nú á mest undir högg að sækja er einkarekstur með samning en þar eru tækifærin jafnframt mest. Heimsfaraldur COVID-19, veirunnar skæðu, hefur ekki einungis sýnt okkur mikilvægi þess að vera með öflugt heilbrigðiskerfi heldur höfum við séð hve nauðsynlegt það er að einkaaðilar fái að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Öllum ætti að vera orðið ljóst að án aðkomu einkaaðila hefðum við ekki meðhöndlað þessar aðstæður jafn vel og raun ber vitni. Sumir sjá vandamál en við sjáum lausnir Hluti fólks sér aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem vandamál þegar hið rétta er að aukinn einkarekstur er lausnin við mörgum af þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið okkar glímir við. Helsta forgangsmál hins opinbera handan við COVID storminn ætti að vera að setja aukinn kraft í Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og gera þeim auðveldara að semja við fleiri einkarekna aðila í heilbrigðisþjónustu. Í sjúkratryggingakerfi fær sjúklingurinn val um það hvar hann sækir sér þá þjónustu sem hann þarf á að halda, hvort sem það er í opinberum rekstri eða einkarekstri, vegna þess að sjúklingurinn er tryggður undir báðum rekstrarformum. Það sem þarf að gera er tvíþætt. Annars vegar þarf að semja við einkaaðila til að koma þeim úr rekstrarformi einkareksturs án samnings og opna dyr fleiri að þeirra þjónustu, til dæmis sálfræðinga, tannlækna, sjúkraþjálfara og sambærilega heilbrigðisþjónustu. Hins vegar þarf að hleypa fleiri einkaaðilum að borðinu, til dæmis við ýmis konar þjónustu skurð- og sérfræðilækna sem nú er í opinberum rekstri. Jákvæðar keðjuverkanir Sífellt berast fréttir þess efnis að Landspítalinn sé yfirfullur, það skorti fjármagn, starfsfólk sé undir miklu álagi og að fresta þurfi mikilvægum aðgerðum svo nokkur dæmi séu tekin. Auðvelt væri að bæta úr þeim vandamálum. Það sem þarf að gera er að skilgreina og forgangsraða brýnustu heilbrigðisþjónustunni á Landspítalanum og hafa hana í opinberum rekstri á sama tíma og SÍ semur við einkaaðila um veitingu á almennt valkvæðari heilbrigðisþjónustu. Þetta fyrirkomulag hleypir jákvæðri keðjuverkun af stað sem smitast út í allt heilbrigðiskerfið. Þegar Sjúkratryggingar Íslands semja við eina einkarekna skurðstofu geta sjúklingar sótt sér þjónustu þangað. Við það losnar rými á Landspítalanum á sama tíma og álagið minnkar, biðlistar styttast og fjármunir sparast með auknu hagræði. Landspítalinn getur þá einbeitt sér betur að sinni lífsnauðsynlegu heilbrigðisþjónustu og er betur í stakk búinn að veita þá þjónustu vel. Jafnframt fá sjúklingar og starfsfólk aukið valfrelsi og með auknu valfrelsi eykst samkeppni heilbrigðisstofnana og heilbrigðisfyrirtækja sem ætti að skila sér í hagkvæmari, skilvirkari og betri þjónustu. Hér vinna allir og það besta er að þetta er allt hægt. Það eina sem vantar er pólitískur vilji. Höfundur er hagfræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun