Fjallið lofar að bjóða upp á eitthvað sérstakt í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson er kaldur karl eins og hann sýndi á gosstöðvunum á dögunum. Instagram/@thorbjornsson Fjallið þurfti að skipta út Simon fyrir Simon en mun samt áður berjast í hringnum í stærstu borg Sameinuðu arabísku furstadæmanna í næsta mánuði. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. Hafþór skipti um íþrótt fyrir tæpu ári síðan og fór í það að breyta sér úr kraftajötni í hnefaleikamann. Hafþór Júlíus hefur ekki mikla reynslu úr hringnum og því er mikilvægt að fá alvöru æfingabardaga. Hafþór keppti við Steven Ward í janúar og ákvað síðan að taka einn bardaga í viðbót. Hafþór Júlíus keppir ekki við hinn guðdómlega Ástrala Alex Simon í síðasta æfingabardaga sínum fyrir Las Vegas eins og áætlað var en Fjallið fær hins vegar bardaga á móti öðrum Simon. Hafþór tilkynnti á dögunum að Alex Simon hafi meiðst og af þeim sökum þurft að draga sig út úr æfingabardaganum í Dúbæ í maílok. Hafþór Júlíus mun í staðinn berjast við Simon Vallily sem er atvinnuboxari í þungavigt sem hefur unnið 17 af 21 bardaga sínum á ferlinum og aðeins tapað þremur. Bardagi Hafþórs Júlíusar og Simon Vallily mun fara fram 28. maí næstkomandi og verður hægt að horfa á hann beint á netinu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson er ánægður með hvernig undirbúningurinn gengur ef marka má nýja færslu hans á samfélagsmiðlum um bardagann á móti Eddie Hall sem er fram í Las Vegas í september. Bardaginn er kynntur sem sá þyngsti í sögunni en báðir hafa þeir verið krýndir sterkustu menn í heimi og hafa gælunöfnin „Fjallið“ og „Dýrið“ eins og kemur vel fram á auglýsingaspjöldum fyrir bardagann. Hafþór Júlíus var tilbúinn að lofa sýningu frá sér í umræddri færslu. „Í september á þessu ári þá lofa ég ykkur að ég mun mæti í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í hvort sem það er andlega, líkamlega, tilfinningalega eða úthaldslega,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ekki blikka augunum. Ég mun færa ykkur eitthvað sérstakt,“ skrifaði Hafþór eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Aflraunir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. Hafþór skipti um íþrótt fyrir tæpu ári síðan og fór í það að breyta sér úr kraftajötni í hnefaleikamann. Hafþór Júlíus hefur ekki mikla reynslu úr hringnum og því er mikilvægt að fá alvöru æfingabardaga. Hafþór keppti við Steven Ward í janúar og ákvað síðan að taka einn bardaga í viðbót. Hafþór Júlíus keppir ekki við hinn guðdómlega Ástrala Alex Simon í síðasta æfingabardaga sínum fyrir Las Vegas eins og áætlað var en Fjallið fær hins vegar bardaga á móti öðrum Simon. Hafþór tilkynnti á dögunum að Alex Simon hafi meiðst og af þeim sökum þurft að draga sig út úr æfingabardaganum í Dúbæ í maílok. Hafþór Júlíus mun í staðinn berjast við Simon Vallily sem er atvinnuboxari í þungavigt sem hefur unnið 17 af 21 bardaga sínum á ferlinum og aðeins tapað þremur. Bardagi Hafþórs Júlíusar og Simon Vallily mun fara fram 28. maí næstkomandi og verður hægt að horfa á hann beint á netinu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson er ánægður með hvernig undirbúningurinn gengur ef marka má nýja færslu hans á samfélagsmiðlum um bardagann á móti Eddie Hall sem er fram í Las Vegas í september. Bardaginn er kynntur sem sá þyngsti í sögunni en báðir hafa þeir verið krýndir sterkustu menn í heimi og hafa gælunöfnin „Fjallið“ og „Dýrið“ eins og kemur vel fram á auglýsingaspjöldum fyrir bardagann. Hafþór Júlíus var tilbúinn að lofa sýningu frá sér í umræddri færslu. „Í september á þessu ári þá lofa ég ykkur að ég mun mæti í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í hvort sem það er andlega, líkamlega, tilfinningalega eða úthaldslega,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ekki blikka augunum. Ég mun færa ykkur eitthvað sérstakt,“ skrifaði Hafþór eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Aflraunir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira