„Vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. apríl 2021 10:31 Nóg að gera hjá Dóra DNA þessa dagana. Halldór Laxness Halldórsson þekkja flestir sem Dóra DNA. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður. Halldór er rithöfundur, veitingamaður, grínisti, leikari, dramatúrg, sjónvarpsmaður og margt fleira. Hann fór af stað með nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 á dögunum og kallast þeir einfaldlega Skítamix. Í þáttunum tekur Dóri mannleg og skemmtileg viðtöl við þekkta Íslendinga sem eru í miðjum framkvæmdum. Halldór er nokkuð handlaginn þó hann vilji ekki gera mikið úr þeim hæfileika sjálfur. Við hittum Dór á dögunum fyrir utan frægan skúr við heimili hans í Skerjafirðinum. „Ég verð að leiðrétta einn misskilning en þeir sem hafa spurt mig út í þennan þátt halda að þessi þáttur fjalli um hvað ég er handlaginn en þetta er eiginlega þáttur sem fjallar um hið gagnstæða. Þetta fjallar um hvað ég er til í verkefnin án þess að kunna þau og þetta átti að vera einhverskonar hvatning, það var biðröð í Byko allt Covid. Fólk var að stússast á heimili sínu og okkur langaði að gera einhvern svona framkvæmdarþátt og bara kjafta við fólk,“ segir Halldór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Dóri hefur sjálfur mikinn áhuga á smíðum og hefur smíðað allskyns húsgögn á heimili sínu. En hvaðan kemur þessi áhugi? „Hann kemur af óöryggi mínu við það að vera karlmaður,“ segir Dóri í hlær. „Sérstaklega í nútímanum finna sér allir karlar eitthvað karlalegt að gera hvort sem það er að fara í veiði eða útreiðartúr, þar sem þeir fá að vera eitthvað sem þeir eru kannski ekki. Það er gaman að fara í vestið og buxurnar og bralla.“ Dóri segir að það sé mjög þægilegt að taka viðtal við manneskju sem er í miðjum framkvæmdum. Þá sé auðveldara að fá fólk til að opna sig. „Þú kemst svolítið nálægt fólki þegar þú ferð heim til þeirra og sérð hvernig það býr. Þú færð alltaf að vita hvernig persónur eru á bak við þetta og hvað þær eru að sýsla á heimilum sínum.“ Dóri mun í seríunni fara heim til sjónvarpsmannsins Helga Seljan. „Ég vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan, það bara klúðraðist. Svolítið leiðinlegt að Kveiksmaðurinn sé með eitthvað á mann.“ Sama leyfi fyrir barnum og fjölbýlishúsi Dóri opnaði á dögunum kaffihús og vínstofu sem nefnist Mikki refur og er við Hverfisgötu. Þar tók hann sjálfur til hendinni og innréttaði staðinn mikið til sjálfur. „Barinn er smíðaður af mér og föður mínum. Ég fékk flísara, rafvirkja og pípara en annars gerðum við allt sjálf. Þetta var erfitt en það var aðallega út af leyfismálum í Reykjavík, ég þurfti t.d. samskonar leyfi fyrir þessu barborði og þú þarft fyrir fjölbýlishúsi og það var tekið upp í nefndum.“ Dóri hefur í mörg ár verið einn vinsælasti grínisti landsins og mikið komið fram sem uppistandari. Hann ákvað rétt fyrir heimsfaraldur að taka sér smá pásu. Hann er núna orðin spenntur fyrir því að koma aftur fram og til í það þegar heimsfaraldurinn endar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Halldór er rithöfundur, veitingamaður, grínisti, leikari, dramatúrg, sjónvarpsmaður og margt fleira. Hann fór af stað með nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 á dögunum og kallast þeir einfaldlega Skítamix. Í þáttunum tekur Dóri mannleg og skemmtileg viðtöl við þekkta Íslendinga sem eru í miðjum framkvæmdum. Halldór er nokkuð handlaginn þó hann vilji ekki gera mikið úr þeim hæfileika sjálfur. Við hittum Dór á dögunum fyrir utan frægan skúr við heimili hans í Skerjafirðinum. „Ég verð að leiðrétta einn misskilning en þeir sem hafa spurt mig út í þennan þátt halda að þessi þáttur fjalli um hvað ég er handlaginn en þetta er eiginlega þáttur sem fjallar um hið gagnstæða. Þetta fjallar um hvað ég er til í verkefnin án þess að kunna þau og þetta átti að vera einhverskonar hvatning, það var biðröð í Byko allt Covid. Fólk var að stússast á heimili sínu og okkur langaði að gera einhvern svona framkvæmdarþátt og bara kjafta við fólk,“ segir Halldór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Dóri hefur sjálfur mikinn áhuga á smíðum og hefur smíðað allskyns húsgögn á heimili sínu. En hvaðan kemur þessi áhugi? „Hann kemur af óöryggi mínu við það að vera karlmaður,“ segir Dóri í hlær. „Sérstaklega í nútímanum finna sér allir karlar eitthvað karlalegt að gera hvort sem það er að fara í veiði eða útreiðartúr, þar sem þeir fá að vera eitthvað sem þeir eru kannski ekki. Það er gaman að fara í vestið og buxurnar og bralla.“ Dóri segir að það sé mjög þægilegt að taka viðtal við manneskju sem er í miðjum framkvæmdum. Þá sé auðveldara að fá fólk til að opna sig. „Þú kemst svolítið nálægt fólki þegar þú ferð heim til þeirra og sérð hvernig það býr. Þú færð alltaf að vita hvernig persónur eru á bak við þetta og hvað þær eru að sýsla á heimilum sínum.“ Dóri mun í seríunni fara heim til sjónvarpsmannsins Helga Seljan. „Ég vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan, það bara klúðraðist. Svolítið leiðinlegt að Kveiksmaðurinn sé með eitthvað á mann.“ Sama leyfi fyrir barnum og fjölbýlishúsi Dóri opnaði á dögunum kaffihús og vínstofu sem nefnist Mikki refur og er við Hverfisgötu. Þar tók hann sjálfur til hendinni og innréttaði staðinn mikið til sjálfur. „Barinn er smíðaður af mér og föður mínum. Ég fékk flísara, rafvirkja og pípara en annars gerðum við allt sjálf. Þetta var erfitt en það var aðallega út af leyfismálum í Reykjavík, ég þurfti t.d. samskonar leyfi fyrir þessu barborði og þú þarft fyrir fjölbýlishúsi og það var tekið upp í nefndum.“ Dóri hefur í mörg ár verið einn vinsælasti grínisti landsins og mikið komið fram sem uppistandari. Hann ákvað rétt fyrir heimsfaraldur að taka sér smá pásu. Hann er núna orðin spenntur fyrir því að koma aftur fram og til í það þegar heimsfaraldurinn endar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið