„Viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel“ Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 14:01 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson voru hressir í Seinni bylgjunni. Stöð 2 Sport Þórsarar fengu mikið lof í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigurinn frækna gegn Val í Olís-deild karla í handbolta. Eftir sigurinn eygja Þórsarar svo sannarlega von um að halda sér í deildinni. Þór er í 11. sæti, efra fallsætinu, en er nú aðeins tveimur stigum á eftir Gróttu. Þar að auki eiga liðin eftir að mætast og Þór vann fyrri leik sinn við Gróttu í vetur. „Ég er viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel í dag. Þetta er búið að vera svolítið gott hjá þeim og þeir búnir að fá mikið lof, á meðan að Þórsararnir eru búnir að vera að berjast. En núna eru Þórsarar komnir, byrjaðir að pikka í þá, og láta vita að þeir séu að koma,“ sagði Bjarni Fritzson í Seinni bylgjunni. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þórsurum hrósað eftir sigurinn á Val Þórsarar sýndu þolinmæði og aga, og spiluðu langar sóknir í 25-22 sigrinum gegn Val í Höllinni á Akureyri á sunnudaginn: „Við erum búnir að tala um það í allan vetur að þeir kunna sín takmörk. Það er erfitt að spila á móti liði sem kann sín takmörk,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort það hafi ekki verið talað um það fyrir leikinn að gefa sér tíma í allar sóknir. Þótt að höndin komi upp [til marks um að það sé að koma leiktöf] þá er ekkert panikk, og ef það er vesen þá er boltanum hent út í horn á Ihor og hann fer inn af endalínunni, liðið nær að skila sér til baka og stilla upp í vörn,“ bætti hann við. Þjálfarinn með alla með sér í liði Einar Andri kvaðst ánægður með störf Halldórs Arnar Tryggvasonar, þjálfara Þórs: „Hann er á sínu fyrsta ári í þessari deild, ungur og efnilegur, og rétt eins og Arnar Daði [Arnarsson, þjálfari Gróttu] að ná ótrúlega miklu út úr sínu liði. Við vitum ekkert hvernig þetta fer en ef að Þórsarar fara niður geta þeir byggt á því áfram að vera með góðan þjálfara,“ sagði Einar Andri, og Bjarni tók undir: „Við sjáum að strákarnir hafa trú á verkefninu. Það að ungur þjálfari nái að fá alla svona með sér í lið, og fylgja skipulaginu, það sýnir að hann er með „klefann“. Það er mjög gott í bakpokann hjá honum.“ Einar Andri segir að Þórsarar gætu með aðeins meiri heppni verið mun betur staddir: „Það eru gæði í liðinu hjá þeim. Meiðslin hafa verið mikil og þeir fengu útlending sem þeir gátu ekki notað, og maður spyr sig hvernig staðan væri ef að þeir hefðu haldið aðeins betur heilsu og fengið útlending hægra megin á völlinn. Þá væri þetta lið með mikið fleiri stig.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Þór Akureyri Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. – Valur 25-22 | Heimamenn skelltu Val Valsmenn töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum fyrir mánaðalangt kórónuveirustopp og þeir byrjuðu ekki vel eftir stoppið er þeir töpuðu fyrir Þór Akureyri. 25. apríl 2021 19:29 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Þór er í 11. sæti, efra fallsætinu, en er nú aðeins tveimur stigum á eftir Gróttu. Þar að auki eiga liðin eftir að mætast og Þór vann fyrri leik sinn við Gróttu í vetur. „Ég er viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel í dag. Þetta er búið að vera svolítið gott hjá þeim og þeir búnir að fá mikið lof, á meðan að Þórsararnir eru búnir að vera að berjast. En núna eru Þórsarar komnir, byrjaðir að pikka í þá, og láta vita að þeir séu að koma,“ sagði Bjarni Fritzson í Seinni bylgjunni. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þórsurum hrósað eftir sigurinn á Val Þórsarar sýndu þolinmæði og aga, og spiluðu langar sóknir í 25-22 sigrinum gegn Val í Höllinni á Akureyri á sunnudaginn: „Við erum búnir að tala um það í allan vetur að þeir kunna sín takmörk. Það er erfitt að spila á móti liði sem kann sín takmörk,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort það hafi ekki verið talað um það fyrir leikinn að gefa sér tíma í allar sóknir. Þótt að höndin komi upp [til marks um að það sé að koma leiktöf] þá er ekkert panikk, og ef það er vesen þá er boltanum hent út í horn á Ihor og hann fer inn af endalínunni, liðið nær að skila sér til baka og stilla upp í vörn,“ bætti hann við. Þjálfarinn með alla með sér í liði Einar Andri kvaðst ánægður með störf Halldórs Arnar Tryggvasonar, þjálfara Þórs: „Hann er á sínu fyrsta ári í þessari deild, ungur og efnilegur, og rétt eins og Arnar Daði [Arnarsson, þjálfari Gróttu] að ná ótrúlega miklu út úr sínu liði. Við vitum ekkert hvernig þetta fer en ef að Þórsarar fara niður geta þeir byggt á því áfram að vera með góðan þjálfara,“ sagði Einar Andri, og Bjarni tók undir: „Við sjáum að strákarnir hafa trú á verkefninu. Það að ungur þjálfari nái að fá alla svona með sér í lið, og fylgja skipulaginu, það sýnir að hann er með „klefann“. Það er mjög gott í bakpokann hjá honum.“ Einar Andri segir að Þórsarar gætu með aðeins meiri heppni verið mun betur staddir: „Það eru gæði í liðinu hjá þeim. Meiðslin hafa verið mikil og þeir fengu útlending sem þeir gátu ekki notað, og maður spyr sig hvernig staðan væri ef að þeir hefðu haldið aðeins betur heilsu og fengið útlending hægra megin á völlinn. Þá væri þetta lið með mikið fleiri stig.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Þór Akureyri Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. – Valur 25-22 | Heimamenn skelltu Val Valsmenn töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum fyrir mánaðalangt kórónuveirustopp og þeir byrjuðu ekki vel eftir stoppið er þeir töpuðu fyrir Þór Akureyri. 25. apríl 2021 19:29 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. – Valur 25-22 | Heimamenn skelltu Val Valsmenn töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum fyrir mánaðalangt kórónuveirustopp og þeir byrjuðu ekki vel eftir stoppið er þeir töpuðu fyrir Þór Akureyri. 25. apríl 2021 19:29
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni