Fámenni á einu æfingunni fyrir Ísraelsleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 17:00 Guðmundur Guðmundsson ræðir við þá leikmenn sem tóku þátt í æfingu íslenska liðsins í dag. hsí Fámennt var einu æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM 2022 á morgun. Aron Pálmarsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson, Oddur Gretarsson, Sveinn Jóhannsson, Daníel Þór Ingason, Sigvaldi Guðjónsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Viggó Kristjánsson tóku þátt í æfingunni í Tel Aviv í dag. Myndir frá æfingunni fámennu má sjá hér fyrir neðan. Strákarnir okkar æfa þessa stundina í Tel Aviv undir stjórn Guðmundar Guðmundsson og hófst þar með undirbúningur þeirra...Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Monday, April 26, 2021 Íslenski hópurinn verður ekki allur kominn til Ísraels fyrr en í nótt. Leikurinn er svo klukkan 17:00 á morgun, að íslenskum tíma. Eftir leikinn á morgun fer íslenska liðið til Litáens þar sem það mætir heimamönnum á fimmtudaginn. Síðasti leikurinn í undankeppninni er svo gegn Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikirnir eru sumsé þrír á sex dögum og í þremur löndum. Í samtali við Vísi í dag sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að undirbúningurinn væri afar óvenjulegur og krefjandi. „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland er í 2. sæti riðils 4 með fjögur stig, tveimur stigum á eftir toppliði Portúgals sem hefur leikið einum leik meira. Með sigri í síðustu þremur leikjunum í undankeppninni endar Ísland fyrir ofan Portúgal í efsta sæti riðilsins sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer Slóvakíu og Ungverjalandi í janúar á næsta ári. Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 17:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2022 í handbolta Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Sjá meira
Aron Pálmarsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson, Oddur Gretarsson, Sveinn Jóhannsson, Daníel Þór Ingason, Sigvaldi Guðjónsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Viggó Kristjánsson tóku þátt í æfingunni í Tel Aviv í dag. Myndir frá æfingunni fámennu má sjá hér fyrir neðan. Strákarnir okkar æfa þessa stundina í Tel Aviv undir stjórn Guðmundar Guðmundsson og hófst þar með undirbúningur þeirra...Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Monday, April 26, 2021 Íslenski hópurinn verður ekki allur kominn til Ísraels fyrr en í nótt. Leikurinn er svo klukkan 17:00 á morgun, að íslenskum tíma. Eftir leikinn á morgun fer íslenska liðið til Litáens þar sem það mætir heimamönnum á fimmtudaginn. Síðasti leikurinn í undankeppninni er svo gegn Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikirnir eru sumsé þrír á sex dögum og í þremur löndum. Í samtali við Vísi í dag sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að undirbúningurinn væri afar óvenjulegur og krefjandi. „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland er í 2. sæti riðils 4 með fjögur stig, tveimur stigum á eftir toppliði Portúgals sem hefur leikið einum leik meira. Með sigri í síðustu þremur leikjunum í undankeppninni endar Ísland fyrir ofan Portúgal í efsta sæti riðilsins sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer Slóvakíu og Ungverjalandi í janúar á næsta ári. Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 17:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2022 í handbolta Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Sjá meira