Sjónum beint að íslensku pari Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2021 20:34 Marek Moszczynski ásamt verjanda sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni, í dómsal í morgun. Sá síðarnefndi spurði vitni ítrekað um íslenskt par sem búsett var á fyrstu hæð Bræðraborgarstígs 1 þegar eldurinn kviknaði. Vísir/vilhelm Vinnuveitandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hitti Marek tveimur klukkustundum fyrir íkveikjuna. Marek hafi þá verið í miklu andlegu ójafnvægi, sem þykir afar ólíkt honum. Þá voru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag ítrekað spurð út í íslenskt par sem virðist hafa búið á fyrstu hæð hússins við Bræðraborgarstíg. Vísir hefur fylgst náið með aðalmeðferðinni í dag. Hér má nálgast umfjöllun um það litla sem Marek sjálfur sagði fyrir dómi í morgun og hér má lesa ítarlega grein um frásagnir íbúa við Bræðrarborgarstíg, sem flestir voru inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði síðdegis þann 25. júní. Tók utan um óðamála Marek Vinnuveitandinn, íslenskur læknir, var síðasta vitni dagsins og eina vitnið sem ekki var íbúi við Bræðraborgarstíg 1. Hann sagði Marek hafa unnið hjá sér garðvinnu um fjögurra mánaða skeið og staðið sig afburðavel. Hann hefði ekkert nema gott um Marek að segja; „Mjög vinnusamur maður, duglegur, dagfarsprúður og áreiðanlegur.“ Vinnuveitandinn hefði svo frétt af því að Marek kenndi sér meins líkamlega og væri sárlásinn. Hann hefði verið lagður inn á Landspítala en veikindin á endanum ekki reynst jafnalvarleg og talið var í fyrstu. Vinnuveitandinn sagðist hafa heimsótt Marek tvisvar á spítalann; hann hefði verið fölur og veiklulegur en annars eðlilegur. Hann hefði þó heyrt af því við lok dvalarinnar að Marek hefði verið undarlegur í fasi. Þá sagði vinnuveitandinn frá því að 24. júní, daginn fyrir brunann, hefði Marek – þessi rólyndismaður – komið til hans. Hann hefði alls ekki verið eins og hann átti að sér að vera; talað hratt, mikið og gífurlega hátt, íklæddur litríkum sparifötum. Vinnuveitandinn hefði tekið utan um hann og sagt honum að hann gæti ekki byrjað að vinna aftur fyrr en hann jafnaði sig. „Mjög veikur“ og ör Daginn eftir, 25. júní, hefði vinnuveitandinn svo heyrt háreysti úti í garði hjá sér. Þar hefði Marek verið kominn að hnakkrífast við vinnufélaga sinn. Þá hefði Marek „komið á gluggann“ hjá vinnuveitandanum „alveg trítilóður“ og ör. Hann hefði hreinlega virst „mjög veikur“ og manískur – alveg ný hegðun af hálfu Mareks, að mati vinnuveitandans. Þetta hefði verið um tveimur klukkutímum áður en kveikt var í húsinu síðdegis 25. júní. Vinnuveitandinn kvaðst ekki hafa séð Marek meira þennan dag. Það hefði ekki verið fyrr en síðar að hann sá myndir af baksvip hans í fjölmiðlum að hann áttaði sig á því að þar gæti Marek verið á ferðinni. Þá ítrekaði hann að honum hefði aldrei staðið stuggur af Marek. Sköllótt eða snoðuð? Við aðalmeðferðina í dag voru vitni einnig ítrekað spurð um íslenskt par sem virðist hafa búið, eða í það minnsta haldið til, á fyrstu hæð hússins. Íbúar könnuðust sumir við það en enginn þó vel. Flestir virtust þó sammála um að talsvert ónæði og vesen hefði verið á íbúum á fyrstu hæðinni; þangað hefði lögregla verið ítrekað kölluð til og mögulega einhver neysla í gangi. Guðbrandur Jóhannsson, lögmaður þeirra sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandenda þeirra sem létust, ásamt Kolbrúnu Benediktsdóttur héraðssaksóknara í dómsal 101 í dag.Vísir/vilhelm Einn íbúinn kvaðst kannast við að íslenskt par hefði búið á fyrstu hæðinni. Inntur eftir því hvernig fólkið hefði litið út sagði hann stúlkuna hafa verið ljóshærða með húðflúr. Þá spurði Stefán Karl Kristjánsson verjandi Marekst hvort maður hennar hefði ef til vill verið sköllóttur eða snoðaður. Íbúinn sagðist muna eftir einum sköllóttum. Stefán spurði nokkra íbúana að þessari sömu spurningu; hvort fólkið, eða í það minnsta einn maður, á fyrstu hæð hefði verið sköllótt eða snoðað. Enginn virtist þó geta staðfest það með óyggjandi hætti. Draga hefði þurft konuna út Síðasti íbúinn sem bar vitni, maður frá Afganistan, sagði að þetta íslenska par hefði verið síðasta fólkið sem lögreglan færði út úr húsinu í brunanum. Hann kvaðst telja að það hefði verið vegna þess að konan vildi ekki fara út úr húsinu. Stefán Karl spurði þá hvort konan hefði viljað vera áfram inni í húsinu þrátt fyrir að kviknað hefði verið í því. Íbúinn kvaðst ekki viss en að hann hefði vissulega séð lögreglu reyna að draga konuna þaðan út. Íbúinn gat ekki svarað því hvort maðurinn hefði verið snögghærður eða sköllóttur og kvaðst ekki þekkja fólkið í sjón. Ekki er ljóst hvernig þetta íslenska, og mögulega sköllótta, par tengist málinu. Stefán Karl fór þó fram á það fyrir aðalmeðferðina að lagðar yrðu fram lögregluskýrslur tveggja einstaklinga sem handteknir voru á vettvangi fyrir að torvelda störf svo kanna mætti hvernig þeir tengjast málinu. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Kom inn ganginn í ljósum logum Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans. 26. apríl 2021 16:32 „Hvað get ég sagt? Ég er saklaus“ Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði í fyrri skýrslur sem teknar voru af honum hjá lögreglu og ítrekaði að hann væri saklaus. 26. apríl 2021 09:46 Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira
Þá voru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag ítrekað spurð út í íslenskt par sem virðist hafa búið á fyrstu hæð hússins við Bræðraborgarstíg. Vísir hefur fylgst náið með aðalmeðferðinni í dag. Hér má nálgast umfjöllun um það litla sem Marek sjálfur sagði fyrir dómi í morgun og hér má lesa ítarlega grein um frásagnir íbúa við Bræðrarborgarstíg, sem flestir voru inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði síðdegis þann 25. júní. Tók utan um óðamála Marek Vinnuveitandinn, íslenskur læknir, var síðasta vitni dagsins og eina vitnið sem ekki var íbúi við Bræðraborgarstíg 1. Hann sagði Marek hafa unnið hjá sér garðvinnu um fjögurra mánaða skeið og staðið sig afburðavel. Hann hefði ekkert nema gott um Marek að segja; „Mjög vinnusamur maður, duglegur, dagfarsprúður og áreiðanlegur.“ Vinnuveitandinn hefði svo frétt af því að Marek kenndi sér meins líkamlega og væri sárlásinn. Hann hefði verið lagður inn á Landspítala en veikindin á endanum ekki reynst jafnalvarleg og talið var í fyrstu. Vinnuveitandinn sagðist hafa heimsótt Marek tvisvar á spítalann; hann hefði verið fölur og veiklulegur en annars eðlilegur. Hann hefði þó heyrt af því við lok dvalarinnar að Marek hefði verið undarlegur í fasi. Þá sagði vinnuveitandinn frá því að 24. júní, daginn fyrir brunann, hefði Marek – þessi rólyndismaður – komið til hans. Hann hefði alls ekki verið eins og hann átti að sér að vera; talað hratt, mikið og gífurlega hátt, íklæddur litríkum sparifötum. Vinnuveitandinn hefði tekið utan um hann og sagt honum að hann gæti ekki byrjað að vinna aftur fyrr en hann jafnaði sig. „Mjög veikur“ og ör Daginn eftir, 25. júní, hefði vinnuveitandinn svo heyrt háreysti úti í garði hjá sér. Þar hefði Marek verið kominn að hnakkrífast við vinnufélaga sinn. Þá hefði Marek „komið á gluggann“ hjá vinnuveitandanum „alveg trítilóður“ og ör. Hann hefði hreinlega virst „mjög veikur“ og manískur – alveg ný hegðun af hálfu Mareks, að mati vinnuveitandans. Þetta hefði verið um tveimur klukkutímum áður en kveikt var í húsinu síðdegis 25. júní. Vinnuveitandinn kvaðst ekki hafa séð Marek meira þennan dag. Það hefði ekki verið fyrr en síðar að hann sá myndir af baksvip hans í fjölmiðlum að hann áttaði sig á því að þar gæti Marek verið á ferðinni. Þá ítrekaði hann að honum hefði aldrei staðið stuggur af Marek. Sköllótt eða snoðuð? Við aðalmeðferðina í dag voru vitni einnig ítrekað spurð um íslenskt par sem virðist hafa búið, eða í það minnsta haldið til, á fyrstu hæð hússins. Íbúar könnuðust sumir við það en enginn þó vel. Flestir virtust þó sammála um að talsvert ónæði og vesen hefði verið á íbúum á fyrstu hæðinni; þangað hefði lögregla verið ítrekað kölluð til og mögulega einhver neysla í gangi. Guðbrandur Jóhannsson, lögmaður þeirra sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandenda þeirra sem létust, ásamt Kolbrúnu Benediktsdóttur héraðssaksóknara í dómsal 101 í dag.Vísir/vilhelm Einn íbúinn kvaðst kannast við að íslenskt par hefði búið á fyrstu hæðinni. Inntur eftir því hvernig fólkið hefði litið út sagði hann stúlkuna hafa verið ljóshærða með húðflúr. Þá spurði Stefán Karl Kristjánsson verjandi Marekst hvort maður hennar hefði ef til vill verið sköllóttur eða snoðaður. Íbúinn sagðist muna eftir einum sköllóttum. Stefán spurði nokkra íbúana að þessari sömu spurningu; hvort fólkið, eða í það minnsta einn maður, á fyrstu hæð hefði verið sköllótt eða snoðað. Enginn virtist þó geta staðfest það með óyggjandi hætti. Draga hefði þurft konuna út Síðasti íbúinn sem bar vitni, maður frá Afganistan, sagði að þetta íslenska par hefði verið síðasta fólkið sem lögreglan færði út úr húsinu í brunanum. Hann kvaðst telja að það hefði verið vegna þess að konan vildi ekki fara út úr húsinu. Stefán Karl spurði þá hvort konan hefði viljað vera áfram inni í húsinu þrátt fyrir að kviknað hefði verið í því. Íbúinn kvaðst ekki viss en að hann hefði vissulega séð lögreglu reyna að draga konuna þaðan út. Íbúinn gat ekki svarað því hvort maðurinn hefði verið snögghærður eða sköllóttur og kvaðst ekki þekkja fólkið í sjón. Ekki er ljóst hvernig þetta íslenska, og mögulega sköllótta, par tengist málinu. Stefán Karl fór þó fram á það fyrir aðalmeðferðina að lagðar yrðu fram lögregluskýrslur tveggja einstaklinga sem handteknir voru á vettvangi fyrir að torvelda störf svo kanna mætti hvernig þeir tengjast málinu.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Kom inn ganginn í ljósum logum Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans. 26. apríl 2021 16:32 „Hvað get ég sagt? Ég er saklaus“ Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði í fyrri skýrslur sem teknar voru af honum hjá lögreglu og ítrekaði að hann væri saklaus. 26. apríl 2021 09:46 Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira
Kom inn ganginn í ljósum logum Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans. 26. apríl 2021 16:32
„Hvað get ég sagt? Ég er saklaus“ Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði í fyrri skýrslur sem teknar voru af honum hjá lögreglu og ítrekaði að hann væri saklaus. 26. apríl 2021 09:46
Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16