Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa haft í nógu að snúast í umferðinni í gær og voru nokkrir stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum og/eða án ökuréttinda.
Þá var tilkynnt um þrjú umferðarslys; milli bifreiðar og rafskútu, konu sem datt á reiðhjóli og mann sem datt af bifhjóli. Meiðsl virðast hafa verið minniháttar.