KA átti engin svör: „Allt í lagi, þá höldum við þessu áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 09:30 Adam Haukur Baumruk bar boltann frá vinstri til hægri og bjó til pláss fyrir liðsfélaga sína. stöð 2 sport KA-menn virtust ekki eiga nein svör gegn Haukum á sunnudag þegar Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar karla í handbolta með 32-23 sigri. Einar Andri Einarsson rýndi í spilamennsku Hauka. „Það var gaman að sjá hraðaupphlaupin í byrjun leiks. Menn hafa greinilega eytt góðum tíma í þau í pásunni og Haukar völtuðu yfir KA-menn í byrjun þegar þeir unnu boltann,“ sagði Einar Andri í Seinni bylgjunni þar sem hann sýndi hvernig Haukar rúlluðu yfir KA í byrjun. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Andri skoðar Hauka og KA Þegar Haukar unnu boltann komu þeir ávallt fram völlinn með sams konar hætti. KA fékk tíma til að stilla upp í vörn en það dugði engan veginn. Adam Haukur Baumruk sótti með boltann frá vinstri að miðri vörninni, og fékk í sig Ólaf Gústafsson aðalvarnarmann KA. Út frá því höfðu Haukar svo ýmsar útgáfur til að búa til mörk. „KA-mennirnir bregðast ekkert við. Þeir hefðu hugsanlega getað hlaupið til baka í 3-2-1 vörn til þess að mæta þessu en gera það ekki. Þá segja Haukarnir bara: „Allt í lagi, þá höldum við þessu áfram“,“ sagði Einar Andri. „Þetta var allt á fyrstu fimm mínútum leiksins, allar útgáfur og KA-menn áttu engin svör. Þetta lagði grunninn að sigrinum. Haukar fengu fjögur einföld mörk, þurftu ekki að stilla upp í sókn, og þetta gefur mönnum fullt sjálfstraust til að klára leikinn á meðan að KA-menn eru bara slegnir,“ sagði Einar Andri. Haukar eru með fjögurra stiga forskot á FH á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Hafnarfjarðarliðin eiga eftir að mætast, 17. maí, í þriðju síðustu umferðinni. KA er í 8. sæti og myndi eins og staðan er núna mæta Haukum í úrslitakeppninni í sumar. KA er hins vegar aðeins stigi fyrir ofan Fram og tveimur stigum á eftir ÍBV sem er í 3. sæti. Seinni bylgjan Olís-deild karla Haukar KA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjá meira
„Það var gaman að sjá hraðaupphlaupin í byrjun leiks. Menn hafa greinilega eytt góðum tíma í þau í pásunni og Haukar völtuðu yfir KA-menn í byrjun þegar þeir unnu boltann,“ sagði Einar Andri í Seinni bylgjunni þar sem hann sýndi hvernig Haukar rúlluðu yfir KA í byrjun. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Andri skoðar Hauka og KA Þegar Haukar unnu boltann komu þeir ávallt fram völlinn með sams konar hætti. KA fékk tíma til að stilla upp í vörn en það dugði engan veginn. Adam Haukur Baumruk sótti með boltann frá vinstri að miðri vörninni, og fékk í sig Ólaf Gústafsson aðalvarnarmann KA. Út frá því höfðu Haukar svo ýmsar útgáfur til að búa til mörk. „KA-mennirnir bregðast ekkert við. Þeir hefðu hugsanlega getað hlaupið til baka í 3-2-1 vörn til þess að mæta þessu en gera það ekki. Þá segja Haukarnir bara: „Allt í lagi, þá höldum við þessu áfram“,“ sagði Einar Andri. „Þetta var allt á fyrstu fimm mínútum leiksins, allar útgáfur og KA-menn áttu engin svör. Þetta lagði grunninn að sigrinum. Haukar fengu fjögur einföld mörk, þurftu ekki að stilla upp í sókn, og þetta gefur mönnum fullt sjálfstraust til að klára leikinn á meðan að KA-menn eru bara slegnir,“ sagði Einar Andri. Haukar eru með fjögurra stiga forskot á FH á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Hafnarfjarðarliðin eiga eftir að mætast, 17. maí, í þriðju síðustu umferðinni. KA er í 8. sæti og myndi eins og staðan er núna mæta Haukum í úrslitakeppninni í sumar. KA er hins vegar aðeins stigi fyrir ofan Fram og tveimur stigum á eftir ÍBV sem er í 3. sæti.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Haukar KA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti