Vonast til að þrennu-Rasmus komi aftur til Víkings en bíður enn eftir Kwame Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 14:40 Arnar Gunnlaugsson er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari Víkings. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er bærilega bjartsýnn á að Rasmus Nissen leiki með Víkingum í sumar. Nissen, sem er nítján ára, er samningsbundinn OB í Danmörku en var á reynslu hjá Víkingi. Hann spilaði einn leik með liðinu, gegn HK á laugardaginn, og óhætt er að segja frumsýningin hafi gengið vel. Hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Víkings, þar á meðal glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Víkingur (@vikingurfc) Nissen fer aftur til Danmerkur á morgun en ekki er ljóst hvort hann kemur aftur til Íslands. „Núna ræðir hann við sitt fólk og sitt lið en vonandi náum við að klára þetta mál,“ sagði Arnar við Vísi í dag. „En það verður ekkert gert innan einnar til tveggja vikna. Vonandi um miðjan maí ef þetta gengur eftir.“ Víkingar vilja fá Rasmus en það er undir honum komið hvort hann vilji koma til Íslands og fá að spila eða berjast um að komast að hjá OB. Sjaldan séð svona flotta spyrnutækni „Hann er ekkert í ósvipaðri stöðu og Guðmundur Andri [Tryggvason] og Ágúst [Eðvald Hlynsson] voru í fyrir tveimur árum. Hann spilar lítið með aðalliðinu en hefur klárlega mikla hæfileika. Þá er þetta bara spurning hvað þú telur vera best fyrir þinn feril og hann þarf að vega það og meta,“ sagði Arnar. „En við höfum og önnur lið á Íslandi höfum sýnt að glugginn hér á landi er mjög sterkur, ef þú tekur skrefið. En mörgum finnst kjötið hjá mömmu gott og vilja ekki yfirgefa heimahagana.“ Arnar segir að Nissen sé afar sparkviss. „Ég hef sjaldan séð svona flotta spyrnutækni hjá svona ungum strák. Hann er kannski í leikformi en var klókur að finna sér stöður. Ég vonast til að hægt verði að ganga frá þessu.“ Styttist í Kára en Ingvar missir af byrjun mótsins Víkingur mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar segir að staðan á leikmannahópi Víkings sé nokkuð góð þegar styttist í alvöruna. „Það virðist sem Kári sé að komast aftur í gang. Það eina er með Kwame. Það er vonbrigði að hafa ekki fengið hann en mér skilst hann komi mögulega til landsins um helgina. Þá fer hann í sóttkví og verður mögulega klár gegn ÍA,“ sagði Arnar. „Þetta er pappírsvesen. Hann náði tveimur landsleikjum um mánaðarmótin [með Síerra Leone] og er í þokkalegasta standi.“ Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn meiddur og missir af byrjun tímabilsins. „Hann missir klárlega af tveimur til þremur fyrstu leikjunum. En annars er hópurinn nokkuð sterkur,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Nissen, sem er nítján ára, er samningsbundinn OB í Danmörku en var á reynslu hjá Víkingi. Hann spilaði einn leik með liðinu, gegn HK á laugardaginn, og óhætt er að segja frumsýningin hafi gengið vel. Hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Víkings, þar á meðal glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Víkingur (@vikingurfc) Nissen fer aftur til Danmerkur á morgun en ekki er ljóst hvort hann kemur aftur til Íslands. „Núna ræðir hann við sitt fólk og sitt lið en vonandi náum við að klára þetta mál,“ sagði Arnar við Vísi í dag. „En það verður ekkert gert innan einnar til tveggja vikna. Vonandi um miðjan maí ef þetta gengur eftir.“ Víkingar vilja fá Rasmus en það er undir honum komið hvort hann vilji koma til Íslands og fá að spila eða berjast um að komast að hjá OB. Sjaldan séð svona flotta spyrnutækni „Hann er ekkert í ósvipaðri stöðu og Guðmundur Andri [Tryggvason] og Ágúst [Eðvald Hlynsson] voru í fyrir tveimur árum. Hann spilar lítið með aðalliðinu en hefur klárlega mikla hæfileika. Þá er þetta bara spurning hvað þú telur vera best fyrir þinn feril og hann þarf að vega það og meta,“ sagði Arnar. „En við höfum og önnur lið á Íslandi höfum sýnt að glugginn hér á landi er mjög sterkur, ef þú tekur skrefið. En mörgum finnst kjötið hjá mömmu gott og vilja ekki yfirgefa heimahagana.“ Arnar segir að Nissen sé afar sparkviss. „Ég hef sjaldan séð svona flotta spyrnutækni hjá svona ungum strák. Hann er kannski í leikformi en var klókur að finna sér stöður. Ég vonast til að hægt verði að ganga frá þessu.“ Styttist í Kára en Ingvar missir af byrjun mótsins Víkingur mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar segir að staðan á leikmannahópi Víkings sé nokkuð góð þegar styttist í alvöruna. „Það virðist sem Kári sé að komast aftur í gang. Það eina er með Kwame. Það er vonbrigði að hafa ekki fengið hann en mér skilst hann komi mögulega til landsins um helgina. Þá fer hann í sóttkví og verður mögulega klár gegn ÍA,“ sagði Arnar. „Þetta er pappírsvesen. Hann náði tveimur landsleikjum um mánaðarmótin [með Síerra Leone] og er í þokkalegasta standi.“ Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn meiddur og missir af byrjun tímabilsins. „Hann missir klárlega af tveimur til þremur fyrstu leikjunum. En annars er hópurinn nokkuð sterkur,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31