Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2021 16:41 Marek Moszczynski, hinn ákærði í málinu, í dómsal í ásamt verjanda sínum og túlki í gær. Vísir/vilhelm Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu nú síðdegis. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann var viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir utan rússneska stjórnarráðið um þrjátíu til fjörutíu mínútum eftir að eldurinn kom upp í húsinu. Fram kom við aðalmeðferðina í dag að Marek hefði sést kasta sólgleraugum, um fimm pörum, út um glugga á herbergi á húsinu að Bræðraborgarstíg skömmu fyrir brunann. Nokkrum mínútum síðar sást hann ganga upp Bræðraborgarstíginn með föt á bakinu - og nokkrum mínútum eftir það tóku vitni eftir því að reykur kom út um gluggann á herberginu. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í dag. Hann lýsti því að Marek hefði látið öllum illum látum við sendiráðið og meðal annars slegið lögreglumennina tvo með mottu. Þeir hefðu á endanum náð að yfirbuga hann og færa í járn. Fljótlega hefði komið í ljós tenging hans við Bræðraborgarstíg og hann vistaður í fangaklefa. Munirnir sem Marek hafði með sér hefðu verið á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni með Vladímír Pútín Rússlandsforseta og föt. Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurði lögreglumanninn þá hvort Marek hefði verið með kveikjara við handtökuna. Já, svaraði lögreglumaðurinn. Marek hefði haldið á kveikjara í öðrum lófanum þegar hann var settur í handjárn. Aðalmeðferðin hefur nú staðið yfir í tvo daga og áfram verða vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Þá verður málflutningur í málinu á föstudag. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu nú síðdegis. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann var viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir utan rússneska stjórnarráðið um þrjátíu til fjörutíu mínútum eftir að eldurinn kom upp í húsinu. Fram kom við aðalmeðferðina í dag að Marek hefði sést kasta sólgleraugum, um fimm pörum, út um glugga á herbergi á húsinu að Bræðraborgarstíg skömmu fyrir brunann. Nokkrum mínútum síðar sást hann ganga upp Bræðraborgarstíginn með föt á bakinu - og nokkrum mínútum eftir það tóku vitni eftir því að reykur kom út um gluggann á herberginu. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í dag. Hann lýsti því að Marek hefði látið öllum illum látum við sendiráðið og meðal annars slegið lögreglumennina tvo með mottu. Þeir hefðu á endanum náð að yfirbuga hann og færa í járn. Fljótlega hefði komið í ljós tenging hans við Bræðraborgarstíg og hann vistaður í fangaklefa. Munirnir sem Marek hafði með sér hefðu verið á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni með Vladímír Pútín Rússlandsforseta og föt. Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurði lögreglumanninn þá hvort Marek hefði verið með kveikjara við handtökuna. Já, svaraði lögreglumaðurinn. Marek hefði haldið á kveikjara í öðrum lófanum þegar hann var settur í handjárn. Aðalmeðferðin hefur nú staðið yfir í tvo daga og áfram verða vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Þá verður málflutningur í málinu á föstudag.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent