Konur eiga betra skilið Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 28. apríl 2021 12:31 Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir ákvörðuninni um að breyta ferlinu hefur því miður ekki verið skýrð nægilega vel fyrir konum. Og þó að yfirlýst markmið með breyttu fyrirkomulagi sé að færa skimunarfyrirkomulagið nær því sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti 2019, þá hefur framkvæmdin því miður verið klúðursleg, óljós og umfram allt illa kynnt fyrir konum. Það hefur valdið konum og aðstandendum þeirra óöryggi og vantrausti þeirra á kerfið sem á að þjóna konum og þeirra heilbrigði. Nú er svo komið að fimm stofnanir innan heilbrigðiskerfisins bera ábyrgð á breyttu skipulagi og framkvæmd skimana hjá konum fyrir krabbameini. Þetta klúður hefur reynst afdrifaríkt og nú er svo komið að aðgerðahópur rúmlega 14 þúsund kvenna og aðstandenda þeirra, sem hóf undirskriftasöfnun fyrir rúmum tveimur mánuðum, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að konur, sem fóru í skimun í nóvember á síðasta ári, séu ekki enn búnar að fá niðurstöður í sínum rannsóknum á þessu ári. Aðrar konur hafa nú jafnvel fengið þá niðurstöðu að þurfa í frekari rannsóknir eftir nærri 6 mánaða ferli i óvissu og ótta og allt að 4 vikna bið að komast í þær rannsóknir. Slík framkvæmd getur ekki verið boðleg, hvorki konum og aðstandendum þeirra, né læknum þeirra nú í sumarbyrjun 2021. Það er greinilegt að ferli greininga og miðlun niðurstaða úr skimun fyrir leghálskrabbameini er í einhverjum ólestri og skipuleg upplýsingagjöf til kvenna um þeirra stöðu er ónóg þegar margir mánuðir hafa liðið án þess að leghálsskimanir og ferlarnir við þær hafa verið skýrðir almennilega út fyrir konum, hvað þá fyrir fagaðilum. Eykur á ótta kvenna og vantrú á heilbrigðiskerfi Ákvörðun að tillögu Skimunarráðs um að samhæfa skimunarferli hér á landi í átt að alþjóðlegum stöðlum og vinnubrögðum er góðra gjalda verð, en ef einhver þáttur vinnulagsins sem við höfum nú þegar er að virka, af hverju að rekja það upp ? Ef tilgangurinn var sá að færa skipulagið nær alþjóðlegum stöðlum, hvers vegna var ekki búið að samræma og skipuleggja ferlana til að skimunin og miðlun niðurstaðanna úr þeim gengi hratt og skipulega fyrir sig þegar fyrstu sýnin voru send til Danmerkur ? Og hvers vegna var ákveðið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu leghálssýna sem tekin eru hér á landi þegar hægt var að framkvæma þær rannsóknir hér á landi sem samkvæmt sérfræðingum hefði þýtt hraðara og markvissara ferli ? Ef um var að ræða að kostnaður við rannsóknirnar sé lægri í Danmörku en á Íslandi, líkt og heilbrigðisráðuneytið hefur haldið fram, þá hafa engin skýr gögn um það verið lögð fram um þann lægri kostnað. Konur eiga ekki að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöður í sínar persónlegu legháls-eða brjóstaskimanir. Það býr til óvissu, hræðslu og vantraust kvenna á heilbrigðiskerfið sem á að vera sterkt og öflugt fyrir þær. Núverandi staða í þessu risastóra kvennaheilbrigðismáli er óviðundandi og tryggir hvorki öryggi né gæði sem konur og aðstandendur þeirra eiga skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir ákvörðuninni um að breyta ferlinu hefur því miður ekki verið skýrð nægilega vel fyrir konum. Og þó að yfirlýst markmið með breyttu fyrirkomulagi sé að færa skimunarfyrirkomulagið nær því sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti 2019, þá hefur framkvæmdin því miður verið klúðursleg, óljós og umfram allt illa kynnt fyrir konum. Það hefur valdið konum og aðstandendum þeirra óöryggi og vantrausti þeirra á kerfið sem á að þjóna konum og þeirra heilbrigði. Nú er svo komið að fimm stofnanir innan heilbrigðiskerfisins bera ábyrgð á breyttu skipulagi og framkvæmd skimana hjá konum fyrir krabbameini. Þetta klúður hefur reynst afdrifaríkt og nú er svo komið að aðgerðahópur rúmlega 14 þúsund kvenna og aðstandenda þeirra, sem hóf undirskriftasöfnun fyrir rúmum tveimur mánuðum, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að konur, sem fóru í skimun í nóvember á síðasta ári, séu ekki enn búnar að fá niðurstöður í sínum rannsóknum á þessu ári. Aðrar konur hafa nú jafnvel fengið þá niðurstöðu að þurfa í frekari rannsóknir eftir nærri 6 mánaða ferli i óvissu og ótta og allt að 4 vikna bið að komast í þær rannsóknir. Slík framkvæmd getur ekki verið boðleg, hvorki konum og aðstandendum þeirra, né læknum þeirra nú í sumarbyrjun 2021. Það er greinilegt að ferli greininga og miðlun niðurstaða úr skimun fyrir leghálskrabbameini er í einhverjum ólestri og skipuleg upplýsingagjöf til kvenna um þeirra stöðu er ónóg þegar margir mánuðir hafa liðið án þess að leghálsskimanir og ferlarnir við þær hafa verið skýrðir almennilega út fyrir konum, hvað þá fyrir fagaðilum. Eykur á ótta kvenna og vantrú á heilbrigðiskerfi Ákvörðun að tillögu Skimunarráðs um að samhæfa skimunarferli hér á landi í átt að alþjóðlegum stöðlum og vinnubrögðum er góðra gjalda verð, en ef einhver þáttur vinnulagsins sem við höfum nú þegar er að virka, af hverju að rekja það upp ? Ef tilgangurinn var sá að færa skipulagið nær alþjóðlegum stöðlum, hvers vegna var ekki búið að samræma og skipuleggja ferlana til að skimunin og miðlun niðurstaðanna úr þeim gengi hratt og skipulega fyrir sig þegar fyrstu sýnin voru send til Danmerkur ? Og hvers vegna var ákveðið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu leghálssýna sem tekin eru hér á landi þegar hægt var að framkvæma þær rannsóknir hér á landi sem samkvæmt sérfræðingum hefði þýtt hraðara og markvissara ferli ? Ef um var að ræða að kostnaður við rannsóknirnar sé lægri í Danmörku en á Íslandi, líkt og heilbrigðisráðuneytið hefur haldið fram, þá hafa engin skýr gögn um það verið lögð fram um þann lægri kostnað. Konur eiga ekki að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöður í sínar persónlegu legháls-eða brjóstaskimanir. Það býr til óvissu, hræðslu og vantraust kvenna á heilbrigðiskerfið sem á að vera sterkt og öflugt fyrir þær. Núverandi staða í þessu risastóra kvennaheilbrigðismáli er óviðundandi og tryggir hvorki öryggi né gæði sem konur og aðstandendur þeirra eiga skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun