„Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. apríl 2021 20:17 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Egill Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. „Leikurinn er ekki unninn, við erum í uppbótartíma og við fengum á okkur mark í uppbótartímanum en við herðum þá róðurinn og ætlum okkur að komast aftur yfir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi um hópsmitið sem upp hefur komið í Þorlákshöfn. Fyrir skimunina í dag voru alls þrettán í einangrun og 97 í sóttkví í sveitarfélaginu. Stór skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag vegna hópsýkingarinnar. „Við byrjuðum daginn á því að skima um tvö hundruð manns í grunnskólanum. Þetta voru þrír árgangar sem voru skimaðir og allir starfsmenn skólans. Í viðbót við þá voru skimaðir íbúar sem voru með einkenni sem skráðu sig í gegnum Heilsuveru og þetta gekk hratt og örugglega og nú bíðum við í óvæni eftir að niðurstöðu skimana,“ segir Elliði. Hann reiknaði með að niðurstöður úr skimun dagsins gætu legið fyrir nú í kvöld. „Það eru þrettán manns í einangrun núna og þá leyfum við okkur að vera vongóð um að þessi samfélagslegu viðbrögð sem gripið var til, að þau hafi virkað. En við búum okkur undir það að það fjölgi eitthvað í hópnum,“ sagði Elliði þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag. Hann segir bæjarbúa hafa verið duglega við að taka þátt í verkefninu og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessum fallega vordegi er eins og þetta sé tíminn á milli jóla og nýárs eða eitthvað þess háttar. Það eru fáir á ferli og fólk tekur þessu alvarlega sem betur fer og við höfum ekki gripið til þvingandi aðgerða á neinn máta heldur höfðað til þessarar samfélagslegu ábyrgðar. Við Íslendingar erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna, við vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og í svona stöðu þá er bara að gera það og við erum alveg óendanlega þakklát íbúum hér í Þorlákshöfn að taka þátt í verkefninu,“ segir Elliði. Íbúar séu allir sem einn að taka þátt. Sjálfur kveðst Elliði ekki hafa heyrt af neinum sem sé alvarlega veikur. „En þetta er skítapest.“ Hann bindur vonir við að ekki hafi margir greinst smitaðir í þeirri skimun sem fram fór í dag en önnur skimun verður á föstudaginn. „Þá skimum við þá sem að voru útsettir núna á þriðjudaginn, skimunin í morgun var fyrir þá sem voru útsettir fyrir viku og núna skimum við þá sem hafa verið í einangrun og sóttkví á föstudaginn og sömuleiðis ef fólk er með einkenni að þá þarf það að skrá sig á Heilsuveru. Vonandi fer þetta allt vel og við getum horft út úr þessu og unnið áfram,“ segir Elliði. Ölfus Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
„Leikurinn er ekki unninn, við erum í uppbótartíma og við fengum á okkur mark í uppbótartímanum en við herðum þá róðurinn og ætlum okkur að komast aftur yfir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi um hópsmitið sem upp hefur komið í Þorlákshöfn. Fyrir skimunina í dag voru alls þrettán í einangrun og 97 í sóttkví í sveitarfélaginu. Stór skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag vegna hópsýkingarinnar. „Við byrjuðum daginn á því að skima um tvö hundruð manns í grunnskólanum. Þetta voru þrír árgangar sem voru skimaðir og allir starfsmenn skólans. Í viðbót við þá voru skimaðir íbúar sem voru með einkenni sem skráðu sig í gegnum Heilsuveru og þetta gekk hratt og örugglega og nú bíðum við í óvæni eftir að niðurstöðu skimana,“ segir Elliði. Hann reiknaði með að niðurstöður úr skimun dagsins gætu legið fyrir nú í kvöld. „Það eru þrettán manns í einangrun núna og þá leyfum við okkur að vera vongóð um að þessi samfélagslegu viðbrögð sem gripið var til, að þau hafi virkað. En við búum okkur undir það að það fjölgi eitthvað í hópnum,“ sagði Elliði þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag. Hann segir bæjarbúa hafa verið duglega við að taka þátt í verkefninu og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessum fallega vordegi er eins og þetta sé tíminn á milli jóla og nýárs eða eitthvað þess háttar. Það eru fáir á ferli og fólk tekur þessu alvarlega sem betur fer og við höfum ekki gripið til þvingandi aðgerða á neinn máta heldur höfðað til þessarar samfélagslegu ábyrgðar. Við Íslendingar erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna, við vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og í svona stöðu þá er bara að gera það og við erum alveg óendanlega þakklát íbúum hér í Þorlákshöfn að taka þátt í verkefninu,“ segir Elliði. Íbúar séu allir sem einn að taka þátt. Sjálfur kveðst Elliði ekki hafa heyrt af neinum sem sé alvarlega veikur. „En þetta er skítapest.“ Hann bindur vonir við að ekki hafi margir greinst smitaðir í þeirri skimun sem fram fór í dag en önnur skimun verður á föstudaginn. „Þá skimum við þá sem að voru útsettir núna á þriðjudaginn, skimunin í morgun var fyrir þá sem voru útsettir fyrir viku og núna skimum við þá sem hafa verið í einangrun og sóttkví á föstudaginn og sömuleiðis ef fólk er með einkenni að þá þarf það að skrá sig á Heilsuveru. Vonandi fer þetta allt vel og við getum horft út úr þessu og unnið áfram,“ segir Elliði.
Ölfus Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira