Vélin mun hafa verið að koma inn til lendingar á flugvellinum á Hólmsheiði þegar henni hlekkist á með þeim afleiðingum að hún brotlendir við flugbrautarendann. Vélin lenti það harkalega á jörðinni að hún fór á hvolf samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Tveir menn voru í vélinni og hlaut annar þeirra áverka á fæti en hinn var uppistandandi þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Báðir voru þó sendir á slysadeild.
Dælubíll slökkviliðsins er enn á svæðinu þar sem unnið er að hreinsun en dálítið eldsneyti lak úr vélinni.