Tvö mörk frá Cristiano Ronaldo á seinustu tíu mínútum leiksins tryggðu Juventus 2-1 sigur gegn Udinese í ítalska boltanum í dag.
Nahuel Molina kom Udinese yfir strax á tíundu mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo De Paul, og staðan var 1-0 fyrir heimamönnum þegar flautað var til hálfleiks.
Það gekk illa fyrir ríkjandi Ítalíumeistara að brjóta heimamenn á bak aftur, og það dró ekki til tíðinda fyrr en á 83. mínútu. Rodrigo De Paul handlék þá knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd.
Cristiano Ronaldo steig á punktinn og kláraði vítið af öryggi og staðan því orðin 1-1.
Adrein Rabiot kom inn á sem varamaður á 84. mínútu fyrir gestina, og á seinustu mínútu venjulegs leiktíma átti hann frábæra fyrirgjöf frá vinstri kanntinum. Fyrrnefndur Cristiano Ronaldo gerði vel í að stanga boltann í netið og tryggja gestunum stigin þrjú.
89' | | SORPASSOOOOOO! SENTENZA @CRISTIANO!
— JuventusFC (@juventusfc) May 2, 2021
Di testa e Juve avanti!!
Powered by @officialpes #UdineseJuve [1-2] #ForzaJuve pic.twitter.com/bZxllocsx2
Sigurinn kemur Juventus enn og aftur upp í Meistaradeildarsæti, en baráttan um annað til fjórða sæti á Ítalíu er mjög hörð nú þegar fjórir leikir eru eftir.