Lífið

Ferðaleikur Bylgjunnar nýr og sprenghlægilegur liður í þættinum FM95blö

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Þú vilt ekki missa af nýjum lið félaganna í FM95blö sem þeir kalla Sumarleik Bylgjunnar. 
Þú vilt ekki missa af nýjum lið félaganna í FM95blö sem þeir kalla Sumarleik Bylgjunnar.  Skjáskot

Útvarpsþátturinn FM95blö gerir stólpagrín af kollegum sínum á Bylgjunni í nýjum lið sem þeir kalla Ferðaleik Bylgjunnar. 

Í klippunni hér fyrir neðan smá sjá þá Audda og Steinda hringja í fólk af handahófi sem þeir sannfæra um að séu komin í sérstakan ferðaleik á Bylgjunni og þurfi því að taka þátt í getraun og svara þremur spurningum. 

Á meðan þeir tala við viðmælendur sína leggja þeir sig alla fram við að framkalla eins óþægileg og truflandi hljóð og þeir mögulega geta.

Útkoman er vægast sagt kostuleg. 

Þátturinn FM95blö er á dagskrá alla föstudaga frá fjögur til sex á útvarpsstöðinni FM957.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.