Fótbolti

Hall­bera hafði betur gegn Guð­rúnu og Gló­dís Perla hélt hreinu í sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hallbera Guðný í leik Íslands og Ítalíu á dögunum.
Hallbera Guðný í leik Íslands og Ítalíu á dögunum. Matteo Ciambelli/Getty Images

Það var nóg um að vera í sænsku kvennaknattspyrnunni í dag og voru þrjár íslenskar landsliðskonur í eldlínunni.

Djurgården tók á móti AIK. Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Djurgarden á meðan Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði AIK sem og hún var fyrirliði liðsins.

Hayley Dowd kom Djurgården yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan því 1-0 í hálfleik. Í þeim síðari skoraði Honoka Hayashi tvívegis fyrir gestina í AIK og tryggði þeim 2-1 sigur. Síðara markið kom úr vítaspyrnu.

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í hjarta varnar Rosengård er liðið vann Eskilstuna United 2-0 á útivelli. Glódís Perla lék allan leikinn. Þá sat Diljá Ýr Zomers allan tímann á varamannabekk Häcken er liðið gerði 1-1 jafntefli við Vittsjö.

Rosengård er á toppi deildarinnar með þrjá sigra í þremur leikjum. Häcken kemur þar á eftir með sjö stig en Djurgården er í 9. sæti, af 12 liðum, með aðeins þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×