Breskir læknar að bugast undan álaginu og margir íhuga að hætta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2021 08:32 Álagið á heilbrigðisstarfsmenn hefur verið gríðarlegt í kórónuveirufaraldrinum. epa/Steve Parsons Þúsundir breskra lækna íhuga að láta af störfum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Helstu ástæðurnar eru gríðarlegt álag og áhyggjur af andlegu heilbrigði. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Bresku læknasamtakanna (BMA). Einn af hverju þremur veltir því fyrir sér að fara fyrr á eftirlaun og fjórðungur getur hugsað sér að taka sér hlé frá störfum. Þá hefur fimmtungur íhugað að snúa sér að öðru en heilbrigðisþjónustu. Mikil álag, langar vaktir, bágar vinnuaðstæður og áhrif faraldursins eru meðal þess sem hefur dregið úr starfsánægju lækna. Af 4.258 sem tóku þátt sögðust 1.352 telja líklegra nú en fyrir tólf mánuðum að þeir myndu fara fyrr á eftirlaun. Um er að ræða 32 prósent þátttakenda en þegar sama spurning var lögð fyrir læknana í júní 2020 var hlutfallið 14 prósent. Um 25 prósent sögðust íhuga að taka sér pásu frá læknastörfum, 21 prósent sögðust velta fyrir sér að skipta um starfsvettvang og 17 prósent voru spenntir fyrir því að starfa erlendis. Chaand Nagpaul, formaður BMA, segir hættu á því að þessi starfsþreyta meðal lækna muni verða til þess að enn erfiðara verður að manna stöður og veita þjónustu innan ásættanlegra tímamarka. Um sé að ræða hæfileikaríka og reynda sérfræðinga sem opinbera heilbrigðisþjónustan þurfi á að halda til að koma þjóðinni úr einni mestu heilbrigðisvá samtímans. „Ég klára yfirleitt tveimur tímum eftir að ég á að hætta,“ sagði einn læknir í samtali við BMA. „Restin af deginum fer í að svara tölvupóstum sem ég náði ekki að sinna í vinnunni. Ég er úrvinda.“ Læknirinn sagði að honum þætti vænt um opinberu heilbrigðisþjónustuna en að á einhverjum tímapunkti þyrfti hann að fara að forgangsraða eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Guardian fjallar um málið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Einn af hverju þremur veltir því fyrir sér að fara fyrr á eftirlaun og fjórðungur getur hugsað sér að taka sér hlé frá störfum. Þá hefur fimmtungur íhugað að snúa sér að öðru en heilbrigðisþjónustu. Mikil álag, langar vaktir, bágar vinnuaðstæður og áhrif faraldursins eru meðal þess sem hefur dregið úr starfsánægju lækna. Af 4.258 sem tóku þátt sögðust 1.352 telja líklegra nú en fyrir tólf mánuðum að þeir myndu fara fyrr á eftirlaun. Um er að ræða 32 prósent þátttakenda en þegar sama spurning var lögð fyrir læknana í júní 2020 var hlutfallið 14 prósent. Um 25 prósent sögðust íhuga að taka sér pásu frá læknastörfum, 21 prósent sögðust velta fyrir sér að skipta um starfsvettvang og 17 prósent voru spenntir fyrir því að starfa erlendis. Chaand Nagpaul, formaður BMA, segir hættu á því að þessi starfsþreyta meðal lækna muni verða til þess að enn erfiðara verður að manna stöður og veita þjónustu innan ásættanlegra tímamarka. Um sé að ræða hæfileikaríka og reynda sérfræðinga sem opinbera heilbrigðisþjónustan þurfi á að halda til að koma þjóðinni úr einni mestu heilbrigðisvá samtímans. „Ég klára yfirleitt tveimur tímum eftir að ég á að hætta,“ sagði einn læknir í samtali við BMA. „Restin af deginum fer í að svara tölvupóstum sem ég náði ekki að sinna í vinnunni. Ég er úrvinda.“ Læknirinn sagði að honum þætti vænt um opinberu heilbrigðisþjónustuna en að á einhverjum tímapunkti þyrfti hann að fara að forgangsraða eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Guardian fjallar um málið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna