Átta FH-ingar inn á áður en þeir skoruðu jöfnunarmarkið gegn Stjörnumönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2021 14:00 Á myndinni sjást sjö FH-ingar. Ekki sést í Phil Döhler sem var í marki FH. stöð 2 sport Of margir leikmenn FH voru inni á vellinum fyrir lokasóknina gegn Stjörnunni í Olís-deild karla á föstudaginn. Einar Örn Sindrason tryggði FH-ingum jafntefli, 30-30, með flautumarki. Stjörnumenn voru með boltann þegar fimm sekúndur voru eftir. Þeir voru sjö inni á vellinum eins og reglur kveða á um en FH-ingar voru með átta, sjö útileikmenn og markvörðurinn Phil Döhler. Enginn á vellinum virtist þó taka eftir þessu nema FH-ingurinn Arnar Freyr Ársælsson sem hljóp af velli rétt áður en leikurinn fór aftur í gang. Það virtist fipa Hafþór Vignisson sem átti að fá sendingu frá Pétri Árna Haukssyni. Birgir Már Birgisson stal boltanum og sendi hann fram á Einar Örn sem skoraði í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 30-30. „Annað hvort er þetta best planaða svindl sem hefur verið gert í sögu Olís-deildarinnar eða bara klaufaskapur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Of margir FH-ingar inni á Strákarnir héldu svo áfram að velta fyrir sér hvort þetta hafi verið fyrirfram ákveðið hjá FH-ingum. „Ef þetta var planað var þetta algjör snilld. En svo spyr maður sig, ef þetta var viljandi, hverju hefur hann [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] að tapa, af hverju ekki að reyna þetta. Þetta er kannski ágætis taktík fyrir þjálfara að hafa í vopnabúrinu. Hvað gerist ef dómarinn fattar þetta?“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Jóhanni Gunnari fannst ótrúlegt að átta leikmenn FH hafi farið framhjá dómurum og eftirlitsmanni leiksins. „Burtséð frá þessari snilld, ef þetta var snilld, verður að tala um framkvæmdina, dómarana og eftirlitsdómarana. Það er ekki eins og þetta gerist í miklum hita. Það var leikhlé og allt rólegt,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla FH Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
Stjörnumenn voru með boltann þegar fimm sekúndur voru eftir. Þeir voru sjö inni á vellinum eins og reglur kveða á um en FH-ingar voru með átta, sjö útileikmenn og markvörðurinn Phil Döhler. Enginn á vellinum virtist þó taka eftir þessu nema FH-ingurinn Arnar Freyr Ársælsson sem hljóp af velli rétt áður en leikurinn fór aftur í gang. Það virtist fipa Hafþór Vignisson sem átti að fá sendingu frá Pétri Árna Haukssyni. Birgir Már Birgisson stal boltanum og sendi hann fram á Einar Örn sem skoraði í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 30-30. „Annað hvort er þetta best planaða svindl sem hefur verið gert í sögu Olís-deildarinnar eða bara klaufaskapur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Of margir FH-ingar inni á Strákarnir héldu svo áfram að velta fyrir sér hvort þetta hafi verið fyrirfram ákveðið hjá FH-ingum. „Ef þetta var planað var þetta algjör snilld. En svo spyr maður sig, ef þetta var viljandi, hverju hefur hann [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] að tapa, af hverju ekki að reyna þetta. Þetta er kannski ágætis taktík fyrir þjálfara að hafa í vopnabúrinu. Hvað gerist ef dómarinn fattar þetta?“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Jóhanni Gunnari fannst ótrúlegt að átta leikmenn FH hafi farið framhjá dómurum og eftirlitsmanni leiksins. „Burtséð frá þessari snilld, ef þetta var snilld, verður að tala um framkvæmdina, dómarana og eftirlitsdómarana. Það er ekki eins og þetta gerist í miklum hita. Það var leikhlé og allt rólegt,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla FH Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira