Þegar Mbappé sagði hæ við heiminn á Etihad Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2021 13:30 Kylian Mbappé skorar fyrsta Meistaradeildarmark sitt á ferlinum, gegn Manchester City í febrúar 2017. getty/Alex Livesey Kylian Mbappé mætir í kvöld á völlinn þar sem hann skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark á ferlinum, Etihad, og kynnti sig almennilega fyrir fótboltaheiminum. Þegar Mbappé skoraði fyrsta Meistaradeildarmarkið sitt 2017 var hann átján ára leikmaður Monaco. Núna, vorið 2021, er Mbappé 22 ára leikmaður Paris Saint-Germain, heimsmeistari með Frakklandi, verðlaunum og viðurkenningum hlaðinn og einn besti leikmaður heims. Leikur City og Monaco í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 21. febrúar 2017 er með þeim eftirminnilegri í keppninni á síðustu árum. City vann leikinn, 5-3, en mörkin þrjú sem Monaco skoraði á Etihad reyndust dýrmæt. Raheem Sterling kom City yfir á 26. mínútu eftir undirbúning Leroys Sané. Falcao, félagi Mbappés í framlínu Monaco, jafnaði sex mínútum síðar þegar hann kastaði sér fram og skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Fabinho. Mbappé og Falcao mynduðu frábært framherjapar hjá Monaco tímabilið 2016-17.getty/Alex Livesey Á 40. mínútu var svo komið að Mbappé. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn City frá Fabinho, stakk Nicolás Otamendi af og skoraði framhjá Willy Caballero í marki heimamanna. Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Mbappés. Þau eru nú orðin 27 og á eftir að fjölga mikið á næstu árum. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleiknum á Etihad auk þess sem Willy varði vítaspyrnu frá Falcao. Kólumbíumaðurinn skoraði reyndar glæsilegt mark á 61. mínútu og kom Monaco í 2-3 en City skoraði síðustu þrjú mörk leiksins og vann, 5-3. Það dugði þó ekki til því Monaco vann seinni leikinn á Stade Louis II, 3-1, og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Mbappé kom Monaco á bragðið strax á 8. mínútu og Fabinho jók muninn í 2-0 á 29. mínútu. Sané minnkaði muninn á 71. mínútu en sex mínútum síðar skoraði Tiémoué Babayoko markið sem kom Monaco í átta liða úrslitin. Monaco komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og varð franskur meistari. Eftir tímabilið fóru stærri félög að kroppa í leikmenn Monaco. City keypti Bernardo Silva og Benjamin Mendy, Chelsea Babayoko og PSG krækti í Mbappé. Hann hefur skorað 106 mörk í 123 leikjum fyrir PSG og unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu, nema Meistaradeildina. PSG komst í úrslit hennar í fyrra en tapaði fyrir Bayern München, 1-0. Rúben Dias og félagar í vörn Manchester City höfðu góðar gætur á Mbappé í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain.getty/Alex Grimm PSG á nú tækifæri á að endurtaka leikinn en til þess að það gerist þarf liðið að snúa 1-2 tapi í fyrri leiknum á Parc des Princes sér í vil. PSG var yfir í hálfleik en City tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Mbappé hefur glímt við meiðsli í aðdraganda leiksins og enn er ekki alveg ljóst hvort hann spilar ef marka má orð Mauricios Pochettino, knattspyrnustjóra PSG. En Mbappé þyrfti væntanlega að vera ógöngufær til að koma ekki við sögu í þessum mikilvæga leik. Leikur Man. City og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Þegar Mbappé skoraði fyrsta Meistaradeildarmarkið sitt 2017 var hann átján ára leikmaður Monaco. Núna, vorið 2021, er Mbappé 22 ára leikmaður Paris Saint-Germain, heimsmeistari með Frakklandi, verðlaunum og viðurkenningum hlaðinn og einn besti leikmaður heims. Leikur City og Monaco í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 21. febrúar 2017 er með þeim eftirminnilegri í keppninni á síðustu árum. City vann leikinn, 5-3, en mörkin þrjú sem Monaco skoraði á Etihad reyndust dýrmæt. Raheem Sterling kom City yfir á 26. mínútu eftir undirbúning Leroys Sané. Falcao, félagi Mbappés í framlínu Monaco, jafnaði sex mínútum síðar þegar hann kastaði sér fram og skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Fabinho. Mbappé og Falcao mynduðu frábært framherjapar hjá Monaco tímabilið 2016-17.getty/Alex Livesey Á 40. mínútu var svo komið að Mbappé. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn City frá Fabinho, stakk Nicolás Otamendi af og skoraði framhjá Willy Caballero í marki heimamanna. Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Mbappés. Þau eru nú orðin 27 og á eftir að fjölga mikið á næstu árum. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleiknum á Etihad auk þess sem Willy varði vítaspyrnu frá Falcao. Kólumbíumaðurinn skoraði reyndar glæsilegt mark á 61. mínútu og kom Monaco í 2-3 en City skoraði síðustu þrjú mörk leiksins og vann, 5-3. Það dugði þó ekki til því Monaco vann seinni leikinn á Stade Louis II, 3-1, og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Mbappé kom Monaco á bragðið strax á 8. mínútu og Fabinho jók muninn í 2-0 á 29. mínútu. Sané minnkaði muninn á 71. mínútu en sex mínútum síðar skoraði Tiémoué Babayoko markið sem kom Monaco í átta liða úrslitin. Monaco komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og varð franskur meistari. Eftir tímabilið fóru stærri félög að kroppa í leikmenn Monaco. City keypti Bernardo Silva og Benjamin Mendy, Chelsea Babayoko og PSG krækti í Mbappé. Hann hefur skorað 106 mörk í 123 leikjum fyrir PSG og unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu, nema Meistaradeildina. PSG komst í úrslit hennar í fyrra en tapaði fyrir Bayern München, 1-0. Rúben Dias og félagar í vörn Manchester City höfðu góðar gætur á Mbappé í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain.getty/Alex Grimm PSG á nú tækifæri á að endurtaka leikinn en til þess að það gerist þarf liðið að snúa 1-2 tapi í fyrri leiknum á Parc des Princes sér í vil. PSG var yfir í hálfleik en City tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Mbappé hefur glímt við meiðsli í aðdraganda leiksins og enn er ekki alveg ljóst hvort hann spilar ef marka má orð Mauricios Pochettino, knattspyrnustjóra PSG. En Mbappé þyrfti væntanlega að vera ógöngufær til að koma ekki við sögu í þessum mikilvæga leik. Leikur Man. City og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira