Um er að ræða 330 fermetra hús sem teiknað var af Sigvalda Thordarson arkitekt.
Húsið var byggt árið 1960 og eru þar fimm svefnherbergi og þrjár stofur.
Fasteignamat eignarinnar er 136 milljónir en útsýnið úr stofuglugganum er yfir á Bessastaði. Eignin er mjög mikið upprunaleg og þarfnast töluverða endurbóta. Hurðir, skápar, innréttingar úr tekkvið, allt upprunalegt.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni en Sigvaldi er einn merkasti arkitekt Íslandssögunnar og eru hús eftir hann um alla borg.






