Sautján látnir eftir mótmæli síðustu daga Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2021 13:13 Mótmælin hófust á miðvikudaginn í síðustu viku þegar stærstu stéttarfélög landsins hvöttu til allsherjarverkfalls til að mótmæla lagabreytingunum. AP Sautján manns hið minnsta eru látnir eftir mótmæli síðustu fimm daga á götum kólumbísku höfuðborginnar Bogota og í öðrum stórborgum landsins. Mótmælin hafa beinst að fyrirhuguðum breytingum stjórnvalda á skattalöggjöf landsins. Embætti umboðsmanns í Kólumbíu segir að auk þeirra sautján sem hafi látist í átökum við lögreglu hafi átta hundruð manns hið minnsta slasast. Mótmælendur og mannréttindasamtök hafa sakað lögreglu um að hafa beitt óþarfa hörku í samskiptum við mótmælendur. Iván Duque, forseti landsins, tilkynnti á sunnudag að breytingatillögurnar umdeildu hafi verið dregnar til baka, en þær fólu í sér aukna skattbyrði þeirra lægst launuðu og fólks með meðaltekjur. Umboðsmaður í Kólumbíu er opinbert embætti sem falið er að tryggja vernd mannréttinda og borgaralegra réttinda landsmanna. Mótmælin hófust á miðvikudaginn í síðustu viku þegar stærstu stéttarfélög landsins hvöttu til allsherjarverkfalls til að mótmæla lagabreytingunum sem ríkisstjórn sagði nauðsynlegar til að koma landinu upp úr kreppunni. Verg landsframleiðsla í Kólumbíu dróst saman um 6,8 prósent á síðasta ári, sér í lagi vegna áhrifa heimsfaraldursins. Lögregla í Kólumbíu hefur handtekið fjögur hundruð manns hið minnsta í mótmælaöldunni þar sem kveikt hefur verið í um tuttugu strætisvögnum og skemmdarverk hafa verið unnin á fjölda verslana og fyrirtækja. Kólumbía Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Embætti umboðsmanns í Kólumbíu segir að auk þeirra sautján sem hafi látist í átökum við lögreglu hafi átta hundruð manns hið minnsta slasast. Mótmælendur og mannréttindasamtök hafa sakað lögreglu um að hafa beitt óþarfa hörku í samskiptum við mótmælendur. Iván Duque, forseti landsins, tilkynnti á sunnudag að breytingatillögurnar umdeildu hafi verið dregnar til baka, en þær fólu í sér aukna skattbyrði þeirra lægst launuðu og fólks með meðaltekjur. Umboðsmaður í Kólumbíu er opinbert embætti sem falið er að tryggja vernd mannréttinda og borgaralegra réttinda landsmanna. Mótmælin hófust á miðvikudaginn í síðustu viku þegar stærstu stéttarfélög landsins hvöttu til allsherjarverkfalls til að mótmæla lagabreytingunum sem ríkisstjórn sagði nauðsynlegar til að koma landinu upp úr kreppunni. Verg landsframleiðsla í Kólumbíu dróst saman um 6,8 prósent á síðasta ári, sér í lagi vegna áhrifa heimsfaraldursins. Lögregla í Kólumbíu hefur handtekið fjögur hundruð manns hið minnsta í mótmælaöldunni þar sem kveikt hefur verið í um tuttugu strætisvögnum og skemmdarverk hafa verið unnin á fjölda verslana og fyrirtækja.
Kólumbía Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð