Mourinho snýr því aftur til Ítalíu ellefu árum eftir að hann þjálfaði þar síðast. Hann stýrði Inter á árunum 2008-10 og undir hans stjórn vann liðið allt sem hægt var að vinna.
Mourinho var síðast við stjórnvölinn hjá Tottenham en var sagt upp þar í síðasta mánuði. Hann var ekki lengi að finna sér nýja vinnu og skrifaði undir þriggja ára samning við Roma.
— AS Roma English (@ASRomaEN) May 4, 2021
The club are delighted to announce an agreement has been reached with Jose Mourinho for him to become our new head coach ahead of the 2021-22 season.
#ASRoma pic.twitter.com/f5YGGIVFJp
Roma er í 7. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og tapaði 6-2 fyrir Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Allar líkur eru því á að liðið verði ekki í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Mourinho, sem er 58 ára, hefur starfað á Englandi síðan 2013. Auk Ítalíu og Englands hefur hann þjálfað í heimalandinu og á Spáni.

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.