Þórólfur segir aðgerðir á landamærum skila árangri Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2021 20:31 Heilbrigðisráðherra býst við að hægt verði að slaka töluvert á sóttvarnaaðgerðum undir lok næstu viku en ákvað í dag að framlengja gildandi sóttvarnareglur um viku. Sóttvarnalæknir segir nýjustu aðgerðir á landamærunum hafa skilað árangri. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í morgun að framlengja reglugerð um sóttvarnatakmarkanir sem ella hefði fallið úr gildi á fimmtudag um viku. Sóttvarnalækni lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur með tilslakanir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Svandís segir flesta hafa greinst innan sóttkvíar að undanförnu og það sé gott. „Við höfum góða stjórn á landamærunum en sjáum að mikla fjölgun á fólki sem er að koma þar inn. Bólusetningarnar eru að ganga mjög vel. Þannig að ég tel að í næstu viku höfum við allar forsendur til að taka skref í átt til afléttingar. Enda er það í samræmi við okkar áætlanir,“ segir heilbrigðisráðherra. Þórólfur segir rétt að fara varlega í tilslakanir. „Við erum nýbúin að vera með nokkur hópsmit í gangi og erum enn að greina fólk í tengslum við þessi hópsmit. Eins og gerðist til dæmis í gær. Ég held við eigum að fara varlega og reyna að halda þessum árangri. Halda áfram að aflétta frekar en fara of hratt og þurfa þá að bakka,” segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir eru bæði mjög sátt við gang bólusetninga og reikna með að hjarðónæmi verði náð í júlímánuði. „Og ég held að það sé mjög raunhæft að við getum ráðist í frekari afléttingar í næstu viku,” segir Þórólfur. Hann voni að verið sé að ná utanum þær hópsýkingar sem grasserað hafi að undanförnu. „Samt erum við að greina einstaklinga sem komu ekki upp í rakningunni en tengjast þessum hópsmitum. Þannig að veiran er enn þarna úti og það er það sem ég vil minna á,“ segir sóttvarnalæknir. Nýjustu aðgerðir á landamærunum hafi skilað árangri en þær feli í sér mikla áskorun og vinnu fyrir alla sem að komi þar og í sóttvarnahúsi. Færri greinist nú við landamærin. „Það kann vel að vera að þessar aðgerðir núna velji einhvern veginn betur út þá sem eru ekki smitaðir. Kannski vorum við að fá fólk meira sem var smitað. Við erum klárlega að fá minna smit inn í landið eins og staðan er,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í morgun að framlengja reglugerð um sóttvarnatakmarkanir sem ella hefði fallið úr gildi á fimmtudag um viku. Sóttvarnalækni lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur með tilslakanir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Svandís segir flesta hafa greinst innan sóttkvíar að undanförnu og það sé gott. „Við höfum góða stjórn á landamærunum en sjáum að mikla fjölgun á fólki sem er að koma þar inn. Bólusetningarnar eru að ganga mjög vel. Þannig að ég tel að í næstu viku höfum við allar forsendur til að taka skref í átt til afléttingar. Enda er það í samræmi við okkar áætlanir,“ segir heilbrigðisráðherra. Þórólfur segir rétt að fara varlega í tilslakanir. „Við erum nýbúin að vera með nokkur hópsmit í gangi og erum enn að greina fólk í tengslum við þessi hópsmit. Eins og gerðist til dæmis í gær. Ég held við eigum að fara varlega og reyna að halda þessum árangri. Halda áfram að aflétta frekar en fara of hratt og þurfa þá að bakka,” segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir eru bæði mjög sátt við gang bólusetninga og reikna með að hjarðónæmi verði náð í júlímánuði. „Og ég held að það sé mjög raunhæft að við getum ráðist í frekari afléttingar í næstu viku,” segir Þórólfur. Hann voni að verið sé að ná utanum þær hópsýkingar sem grasserað hafi að undanförnu. „Samt erum við að greina einstaklinga sem komu ekki upp í rakningunni en tengjast þessum hópsmitum. Þannig að veiran er enn þarna úti og það er það sem ég vil minna á,“ segir sóttvarnalæknir. Nýjustu aðgerðir á landamærunum hafi skilað árangri en þær feli í sér mikla áskorun og vinnu fyrir alla sem að komi þar og í sóttvarnahúsi. Færri greinist nú við landamærin. „Það kann vel að vera að þessar aðgerðir núna velji einhvern veginn betur út þá sem eru ekki smitaðir. Kannski vorum við að fá fólk meira sem var smitað. Við erum klárlega að fá minna smit inn í landið eins og staðan er,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57
Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent