Allt of margir í mínu liði í dag sem eru ekki nógu góðir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. maí 2021 21:15 Halldór Jóhann Sigfússon var ósáttur við leik sinna manna í kvöld. Halldór Jóhann Sigfússon var eðlilega ósáttur við leik sinna manna í kvöld, en Selfyssingar fengu Valsmenn í heimsókn í Hleðsluhöllina. Lokatölur 31-26, Valsmönnum í vil, og Halldór segir að liðinu hafi skort einbeitingu. „Þeir spila ekki vörn fyrstu mínúturnar og við erum komnir í 9-2 eða eitthvað svoleiðis en svo fara þeir bara að slást við okkur,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Mér fannst þeir fá að komast upp með ansi harkaleg brot, Alexander fer tvisvar út af í byrjun og ég held að við séum með svipað margar brottvísanir en ég gat ekki séð það á leiknum að harkan á milli liðana hafi verið svipuð. Mér fannst þeir bara fá að komast upp með það.“ Halldór segir að sínir menn hafi gefið eftir og ekki verið nógu einbeittir. „Við gáfum bara eftir og vorum lélegir í því. Við hefðum átt að taka miklu betur á móti þeim og ég er mjög ósáttur með að fá á okkur 31 mark. Ég held að það sé það mesta sem við höfum fengið á okkur í deildinni í vetur.“ „Við missum bara einbeitingu og gerum einföldu hlutina alveg afskaplega illa í dag á meðan þeir nýta sér alla sína styrkleika og gera það vel.“ Selfyssingar náðu sjö marka forskoti snemma leiks en köstuðu því fljótt frá sér. „Það er alveg ljóst að það sem strákarnir gerðu vel á fyrstu tíu mínútunum hljóta þeir að geta gert jafn vel á næstu 50. Ég veit ekki hvort menn hafi bara slakað á eða hvað. Ég trúi því nú varla.“ „Við vorum bara að gera illa. Við vorum að hlaupa allt of mikið með boltann og við erum ekki að hreyfa hann nóg. Þeir eru að hlaupa mikið út úr vörninni og við vorum ekki að ná að skila boltanum frá okkur. Við vorum svolítið kærulausir og bara ekki nærri því nógu aggressívir. Það verður að segjast eins og er og það eru bara allt of margir í mínu liði í dag sem eru ekki nógu góðir.“ „Auðvitað erum við með unga stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref og allt það á móti góðu og rútíneruðu Valsliði en mér finnst samt að við eigum að geta gert miklu betur á stórum köflum í leiknum.“ Selfyssingar fara norður á Akureyri þar sem þeir mæta Þórsurum næsta sunnudag. Halldór segir að liðið þurfi að gera betur til að eiga möguleika á að ná einu af efstu fjórum sætum deildarinnar. „Eins og við höfum alltaf sagt þá tökum við bara einn leik í einu. Við náðum góðum sigri úti í Eyjum og það hefði svo sem átt að gefa okkur sjálfstraust til að spila allavega varnarleikinn betur í dag. Þetta er svolítið okkar saga í vetur að þegar við lendum í „blackouti“ í sókninni þá lendum við líka í því í vörninni.“ „Við eigum það til að missa einbeitingu þegar það gerist og það er klárlega það sem gerðist í dag. Á báðum endum vallarins missum við bara einbeitingu í langan, langan tíma.“ UMF Selfoss Valur Olís-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
„Þeir spila ekki vörn fyrstu mínúturnar og við erum komnir í 9-2 eða eitthvað svoleiðis en svo fara þeir bara að slást við okkur,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Mér fannst þeir fá að komast upp með ansi harkaleg brot, Alexander fer tvisvar út af í byrjun og ég held að við séum með svipað margar brottvísanir en ég gat ekki séð það á leiknum að harkan á milli liðana hafi verið svipuð. Mér fannst þeir bara fá að komast upp með það.“ Halldór segir að sínir menn hafi gefið eftir og ekki verið nógu einbeittir. „Við gáfum bara eftir og vorum lélegir í því. Við hefðum átt að taka miklu betur á móti þeim og ég er mjög ósáttur með að fá á okkur 31 mark. Ég held að það sé það mesta sem við höfum fengið á okkur í deildinni í vetur.“ „Við missum bara einbeitingu og gerum einföldu hlutina alveg afskaplega illa í dag á meðan þeir nýta sér alla sína styrkleika og gera það vel.“ Selfyssingar náðu sjö marka forskoti snemma leiks en köstuðu því fljótt frá sér. „Það er alveg ljóst að það sem strákarnir gerðu vel á fyrstu tíu mínútunum hljóta þeir að geta gert jafn vel á næstu 50. Ég veit ekki hvort menn hafi bara slakað á eða hvað. Ég trúi því nú varla.“ „Við vorum bara að gera illa. Við vorum að hlaupa allt of mikið með boltann og við erum ekki að hreyfa hann nóg. Þeir eru að hlaupa mikið út úr vörninni og við vorum ekki að ná að skila boltanum frá okkur. Við vorum svolítið kærulausir og bara ekki nærri því nógu aggressívir. Það verður að segjast eins og er og það eru bara allt of margir í mínu liði í dag sem eru ekki nógu góðir.“ „Auðvitað erum við með unga stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref og allt það á móti góðu og rútíneruðu Valsliði en mér finnst samt að við eigum að geta gert miklu betur á stórum köflum í leiknum.“ Selfyssingar fara norður á Akureyri þar sem þeir mæta Þórsurum næsta sunnudag. Halldór segir að liðið þurfi að gera betur til að eiga möguleika á að ná einu af efstu fjórum sætum deildarinnar. „Eins og við höfum alltaf sagt þá tökum við bara einn leik í einu. Við náðum góðum sigri úti í Eyjum og það hefði svo sem átt að gefa okkur sjálfstraust til að spila allavega varnarleikinn betur í dag. Þetta er svolítið okkar saga í vetur að þegar við lendum í „blackouti“ í sókninni þá lendum við líka í því í vörninni.“ „Við eigum það til að missa einbeitingu þegar það gerist og það er klárlega það sem gerðist í dag. Á báðum endum vallarins missum við bara einbeitingu í langan, langan tíma.“
UMF Selfoss Valur Olís-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira