„Spurningar sem fólk vill spyrja út í en þorir því kannski ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2021 07:00 Logi Pedro fer að stað með þættina Börn þjóða á Stöð 2+ í dag. vísir/vilhelm „Þetta er þáttur sem heitir Börn þjóða og er viðtalsþáttur við Íslendinga af erlendum uppruna. Þetta er þáttur sem ég byrjaði að þróa síðasta sumar og þá sendi Guðlaugur Victor [Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu] mér skilaboð og þarna er Black Lives Matters á fullu og skilaboðin voru um að það þyrfti að gera eitthvað með þessa umræðu hérna heim,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem fer af stað með nýja þætti á Stöð 2+ í dag. Þættirnir nefnast Börn þjóða og verða einnig í línulegri dagskrá á Stöð 2 í sumar. Hann segist hafa haft pælingar um að gera eitthvað á Instagram Live til að byrja með en síðan þróaðist það út í sjónvarpsþátt síðasta haust. „Þetta eru sex viðmælendur og sex þættir. Þetta var rosalega skemmtilegt og alveg nýtt format. Þetta er smá svona ég að vera forvitinn og spyrja fólk út í hitt og þetta. Það að vera Íslendingur af erlendum uppruna er rosalega einstaklingsbundin upplifun. Það er rosalega mikill munur á því að vera ættleiddur eða ættaður frá Afríku, ættaður frá Asíu og allir eru með sína upplifun.“ Logi segist spyrja viðmælendur sína um þeirra einstaklingsbundnu upplifun. „Þetta eru kannski spurningar sem fólk vill spyrja út í en þorir því kannski ekki. Við erum líka að ræða menningarlega fordóma. Þetta eru litlar sögur og pælingar sem fólk hefur kannski ekkert verið að pæla í því þetta hefur ekki verið á yfirborðinu og til umræðu.“ Hann vonar að það verðir hollt fyrir þjóðina að horfa á þættina. „Ég held að það sé hollt fyrir þjóðina að staðfesta svolítið umræðuna. Og leyfa sér að segja að það að vera Íslendingur er ekki út frá útliti og uppruna heldur er að vera Íslendingur að vera þegn og þátttakandi í samfélaginu.“ Logi Pedro ræddi um þennan nýja þátt í Einkalífinu þann 18. mars og má sjá umræðu um þáttinn hér að neðan. Hún hefst þegar tæplega 25 mínútur eru liðnar af þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum. Klippa: Börn þjóða - Sýnishorn Bíó og sjónvarp Börn þjóða Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Þættirnir nefnast Börn þjóða og verða einnig í línulegri dagskrá á Stöð 2 í sumar. Hann segist hafa haft pælingar um að gera eitthvað á Instagram Live til að byrja með en síðan þróaðist það út í sjónvarpsþátt síðasta haust. „Þetta eru sex viðmælendur og sex þættir. Þetta var rosalega skemmtilegt og alveg nýtt format. Þetta er smá svona ég að vera forvitinn og spyrja fólk út í hitt og þetta. Það að vera Íslendingur af erlendum uppruna er rosalega einstaklingsbundin upplifun. Það er rosalega mikill munur á því að vera ættleiddur eða ættaður frá Afríku, ættaður frá Asíu og allir eru með sína upplifun.“ Logi segist spyrja viðmælendur sína um þeirra einstaklingsbundnu upplifun. „Þetta eru kannski spurningar sem fólk vill spyrja út í en þorir því kannski ekki. Við erum líka að ræða menningarlega fordóma. Þetta eru litlar sögur og pælingar sem fólk hefur kannski ekkert verið að pæla í því þetta hefur ekki verið á yfirborðinu og til umræðu.“ Hann vonar að það verðir hollt fyrir þjóðina að horfa á þættina. „Ég held að það sé hollt fyrir þjóðina að staðfesta svolítið umræðuna. Og leyfa sér að segja að það að vera Íslendingur er ekki út frá útliti og uppruna heldur er að vera Íslendingur að vera þegn og þátttakandi í samfélaginu.“ Logi Pedro ræddi um þennan nýja þátt í Einkalífinu þann 18. mars og má sjá umræðu um þáttinn hér að neðan. Hún hefst þegar tæplega 25 mínútur eru liðnar af þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum. Klippa: Börn þjóða - Sýnishorn
Bíó og sjónvarp Börn þjóða Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira