Netanjahú missir umboð til stjórnarmyndunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 20:21 Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, hefur fengið umboð til að mynda ríkisstjórn í Ísrael. EPA-EFE/ABIR SULTAN Yair Lapid, leiðtogi ísraelska miðjuflokksins Yesh Atid, hefur fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Forseti Ísraels veitti honum umboðið í dag eftir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tókst ekki að mynda ríkisstjórn fjórum vikum eftir þingkosningar í landinu. Yesh Atid flokkurinn hlaut annað stærsta fylgi meðal kjósenda, á eftir Likud flokki Netanjahús, í þingkosningum sem fóru fram í lok mars. Talið er líklegt að stjórnarmyndunarviðræður Lapids verði nokkuð erfiðar en þingflokkarnir virðast lítið tilbúnir til að miðla málum og finna milliveg. Ljóst er að Lapid þurfi að tryggja minnst þriggja flokka stjórnarsamstarf til þess að ná meirihluta á þinginu, þar sem 120 þjóðkjörnir fulltrúar sitja. Takist Lapid ekki að mynda ríkisstjórn mun að öllum líkindum þurfa að boða til annarra þingkosninga, þeirra fimmtu á tveimur árum. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði í ávarpi í dag að hann hafi gefið Lapid 28 daga frest til að mynda ríkisstjórn. 56 þingmenn lýstu yfir stuðningi við það að Lapid fengi stjórnarmyndunarumboð í dag. „Miðað við fjölda stuðningsyfirlýsinganna er ljóst að Yair Lapid getur myndað ríkisstjórn sem þingið styður, þrátt fyrir alla erfiðleikana,“ sagði Rivlin í dag. Ísrael Tengdar fréttir Mistókst að mynda ríkisstjórn eftir fjórðu kosningarnar á tveimur árum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mistókst að mynda ríkisstjórn og fer stjórnarmyndunarumboðið nú líklega til pólitískra andstæðinga hann eftir að frestur Netanjahús rann út á miðnætti í Ísrael. 4. maí 2021 22:37 Pattstaða í stjórnarmyndunarviðræðum Netanjahús Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn en hann hafði frest þar til á miðnætti í gærkvöldi. Þetta gæti þýtt að Likud-flokkur forsætisráðherrans verði í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í tólf ár. 4. maí 2021 09:38 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Yesh Atid flokkurinn hlaut annað stærsta fylgi meðal kjósenda, á eftir Likud flokki Netanjahús, í þingkosningum sem fóru fram í lok mars. Talið er líklegt að stjórnarmyndunarviðræður Lapids verði nokkuð erfiðar en þingflokkarnir virðast lítið tilbúnir til að miðla málum og finna milliveg. Ljóst er að Lapid þurfi að tryggja minnst þriggja flokka stjórnarsamstarf til þess að ná meirihluta á þinginu, þar sem 120 þjóðkjörnir fulltrúar sitja. Takist Lapid ekki að mynda ríkisstjórn mun að öllum líkindum þurfa að boða til annarra þingkosninga, þeirra fimmtu á tveimur árum. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði í ávarpi í dag að hann hafi gefið Lapid 28 daga frest til að mynda ríkisstjórn. 56 þingmenn lýstu yfir stuðningi við það að Lapid fengi stjórnarmyndunarumboð í dag. „Miðað við fjölda stuðningsyfirlýsinganna er ljóst að Yair Lapid getur myndað ríkisstjórn sem þingið styður, þrátt fyrir alla erfiðleikana,“ sagði Rivlin í dag.
Ísrael Tengdar fréttir Mistókst að mynda ríkisstjórn eftir fjórðu kosningarnar á tveimur árum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mistókst að mynda ríkisstjórn og fer stjórnarmyndunarumboðið nú líklega til pólitískra andstæðinga hann eftir að frestur Netanjahús rann út á miðnætti í Ísrael. 4. maí 2021 22:37 Pattstaða í stjórnarmyndunarviðræðum Netanjahús Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn en hann hafði frest þar til á miðnætti í gærkvöldi. Þetta gæti þýtt að Likud-flokkur forsætisráðherrans verði í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í tólf ár. 4. maí 2021 09:38 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Mistókst að mynda ríkisstjórn eftir fjórðu kosningarnar á tveimur árum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mistókst að mynda ríkisstjórn og fer stjórnarmyndunarumboðið nú líklega til pólitískra andstæðinga hann eftir að frestur Netanjahús rann út á miðnætti í Ísrael. 4. maí 2021 22:37
Pattstaða í stjórnarmyndunarviðræðum Netanjahús Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn en hann hafði frest þar til á miðnætti í gærkvöldi. Þetta gæti þýtt að Likud-flokkur forsætisráðherrans verði í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í tólf ár. 4. maí 2021 09:38