Anníe Mist: Það fallegasta í heiminum er að vera þú sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er að reyna að tryggja sér þáttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í haust en hún hefur tíu sinnum keppt um heimsmeistaratitilinn. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir er brautryðjandi í sögu CrossFit á Íslandi og þeim árangri hefði hún ekki náð nema að hafa trú á sjálfri og á því að feta nýja slóð. Anníe Mist heldur áfram að tala kjark og þor í fylgjendur sína sem eru yfir 1,3 milljónir talsins á Instagram. Anníe leggur áherslu á það í síðustu færslu sinni að hversu mikilvægt það sé að læra að hvíla sig en hætta ekki. Anníe kom sjálf til baka eftir erfið bakmeiðsli og hún er núna að snúa aftur eftir að hafa eignast stúlkubarn í ágústmánuði síðastliðnum. Það hefur reynt á en um leið hefur hún enn á ný tekið að sér hlutverk fyrirmyndarinnar og leyft öllum heiminum að fylgjast náið með ferlinu. Anníe Mist hefur tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit og fimm sinnum komist á verðlaunpall á heimsleikunum. Núna hefur hún sett stefnuna á því að komast á sína elleftu heimsleika á ferlinum. Hún varð efst íslensku stelpnanna í átta manna úrslitunum en keppir á sínu undanúrslitamótin í júní. „Ef þú verður þreyttur, lærðu að hvíla þig en ekki að hætta,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í færslu á Instagram síðu sinni en þar skrifar um hluti sem enginn má gleyma. „Eina leiðin til að ná árangri er að vera stöðugur. Vöxtur er vöxtur, sama hve lítill hann er,“ skrifaði Anníe. „Samanburður við aðra stelur af þér ánægjunni,“ skrifaði Anníe eða „Comparison is the THIEF of joy,“ upp á ensku. Hún endar síðan með því að leggja áherslu á að hver og einn eigi að standa með sjálfum sér en ekki að reyna að vera einhver annar. „Það fallegasta í heimi er að vera þú sjálfur,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Anníe Mist heldur áfram að tala kjark og þor í fylgjendur sína sem eru yfir 1,3 milljónir talsins á Instagram. Anníe leggur áherslu á það í síðustu færslu sinni að hversu mikilvægt það sé að læra að hvíla sig en hætta ekki. Anníe kom sjálf til baka eftir erfið bakmeiðsli og hún er núna að snúa aftur eftir að hafa eignast stúlkubarn í ágústmánuði síðastliðnum. Það hefur reynt á en um leið hefur hún enn á ný tekið að sér hlutverk fyrirmyndarinnar og leyft öllum heiminum að fylgjast náið með ferlinu. Anníe Mist hefur tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit og fimm sinnum komist á verðlaunpall á heimsleikunum. Núna hefur hún sett stefnuna á því að komast á sína elleftu heimsleika á ferlinum. Hún varð efst íslensku stelpnanna í átta manna úrslitunum en keppir á sínu undanúrslitamótin í júní. „Ef þú verður þreyttur, lærðu að hvíla þig en ekki að hætta,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í færslu á Instagram síðu sinni en þar skrifar um hluti sem enginn má gleyma. „Eina leiðin til að ná árangri er að vera stöðugur. Vöxtur er vöxtur, sama hve lítill hann er,“ skrifaði Anníe. „Samanburður við aðra stelur af þér ánægjunni,“ skrifaði Anníe eða „Comparison is the THIEF of joy,“ upp á ensku. Hún endar síðan með því að leggja áherslu á að hver og einn eigi að standa með sjálfum sér en ekki að reyna að vera einhver annar. „Það fallegasta í heimi er að vera þú sjálfur,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira