Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 09:59 Með því að mála eitt vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um sjötíu prósent meðal hafarna. NINA, NORSK INSTITUTT FOR NATURFORSKNING Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart. Norska ríkisútvarpið NRK fjallaði nýlega um rannsóknina en sérfræðingar við Náttúrufræðistofnun Noregs, NINA, birtu niðurstöður sínar í vísindariti í fyrrasumar. Þeir hafa um árabil rannsakað fugladauða af völdum vindmyllugarða og leitað leiða til að draga úr hættunni. Frá vindorkugarðinum á eynni Smøla við vesturströnd Noregs.NINA Rifjað er upp að frá árinu 2006 hafi fundist yfir fimmhundruð dauðir fuglar undir vindmyllum á eynni Smøla á Norður-Mæri, en þar af eru yfir eitthundrað hafernir. Vísindamennirnir telja að spaðarnir snúist svo hratt að fuglarnir sjái þá ekki og rekist því á þá. Niðurstöður þeirra sýna að með því að mála vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um yfir sjötíu prósent meðal hafarna. Aðferðin virkaði einnig gagnvart fjölda annarra fuglategunda. „Ef eitt af þremur túrbínublöðum er svart verður það sýnilegra, líka fyrir fuglana. Þetta auðveldar þeim að forðast árekstur,“ segir Roel May, yfirmaður vísindarannsókna hjá Náttúrufræðistofnun Noregs, í viðtali við NRK. Borin voru saman tvö tímabil, annarsvegar fugladauði við vindmyllur í sjö og hálft ár, þar sem öll blöð voru hvít, og hinsvegar fugladauði í þrjú og hálft ár, eftir að búið var að mála eitt blaðið svart. NRK segir að eftir að vísindarannsóknin birtist hafi norska náttúrufræðistofnunin fengið sterk viðbrögð víða að úr heiminum. Fulltrúar frá löndum eins Hollandi, Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku hafi sett sig í samband með það í huga að reyna þessa aðferð. Viðbrögðin hafi hins vegar verið minni í Noregi. „Það er með öllu óskiljanlegt að þetta skuli ekki strax vera sett sem skilyrði til að draga úr hættunni fyrir fugla,“ hefur NRK eftir Martin Eggen hjá norska fuglafræðingafélaginu. Hann telur að leyfisveitandinn, Orkustofnun Noregs, eigi strax að gera kröfu um svart hverflablað gagnvart öllum nýjum vindmyllum en einnig að krefjast breytinga á eldri vindmyllum. Talsmaður Orkustofnunarinnar, Erlend Bjerkestrand, telur málið ekki svo einfalt. Það sé dýrt að mála vindmyllublöð og þau verði við það meira áberandi. „Þetta eykur sýnileika vindmylla og það gætu margir brugðist ókvæða við því. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verður að skoða ítarlega áður en þú kynnir slíkar ráðstafanir,“ segir Bjerkestrand. Orkumál Noregur Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Norska ríkisútvarpið NRK fjallaði nýlega um rannsóknina en sérfræðingar við Náttúrufræðistofnun Noregs, NINA, birtu niðurstöður sínar í vísindariti í fyrrasumar. Þeir hafa um árabil rannsakað fugladauða af völdum vindmyllugarða og leitað leiða til að draga úr hættunni. Frá vindorkugarðinum á eynni Smøla við vesturströnd Noregs.NINA Rifjað er upp að frá árinu 2006 hafi fundist yfir fimmhundruð dauðir fuglar undir vindmyllum á eynni Smøla á Norður-Mæri, en þar af eru yfir eitthundrað hafernir. Vísindamennirnir telja að spaðarnir snúist svo hratt að fuglarnir sjái þá ekki og rekist því á þá. Niðurstöður þeirra sýna að með því að mála vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um yfir sjötíu prósent meðal hafarna. Aðferðin virkaði einnig gagnvart fjölda annarra fuglategunda. „Ef eitt af þremur túrbínublöðum er svart verður það sýnilegra, líka fyrir fuglana. Þetta auðveldar þeim að forðast árekstur,“ segir Roel May, yfirmaður vísindarannsókna hjá Náttúrufræðistofnun Noregs, í viðtali við NRK. Borin voru saman tvö tímabil, annarsvegar fugladauði við vindmyllur í sjö og hálft ár, þar sem öll blöð voru hvít, og hinsvegar fugladauði í þrjú og hálft ár, eftir að búið var að mála eitt blaðið svart. NRK segir að eftir að vísindarannsóknin birtist hafi norska náttúrufræðistofnunin fengið sterk viðbrögð víða að úr heiminum. Fulltrúar frá löndum eins Hollandi, Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku hafi sett sig í samband með það í huga að reyna þessa aðferð. Viðbrögðin hafi hins vegar verið minni í Noregi. „Það er með öllu óskiljanlegt að þetta skuli ekki strax vera sett sem skilyrði til að draga úr hættunni fyrir fugla,“ hefur NRK eftir Martin Eggen hjá norska fuglafræðingafélaginu. Hann telur að leyfisveitandinn, Orkustofnun Noregs, eigi strax að gera kröfu um svart hverflablað gagnvart öllum nýjum vindmyllum en einnig að krefjast breytinga á eldri vindmyllum. Talsmaður Orkustofnunarinnar, Erlend Bjerkestrand, telur málið ekki svo einfalt. Það sé dýrt að mála vindmyllublöð og þau verði við það meira áberandi. „Þetta eykur sýnileika vindmylla og það gætu margir brugðist ókvæða við því. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verður að skoða ítarlega áður en þú kynnir slíkar ráðstafanir,“ segir Bjerkestrand.
Orkumál Noregur Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35
Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53