Ritstjóri Mogga vill að Kínverjar verði krafðir skýringa á veirum sem þaðan berast árlega Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2021 10:47 Davíð Oddsson furðar sig á því hvers vegna það telst eðlilegt að árlega berist frá Kína veirur og telur rétt að krefjast svara við því hvernig á því stendur. Erindi sem hlýtur að eiga best heima á borði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Í leiðara Morgunblaðsins er vakin athygli á því að árvisst er að hvert haust berist flensa frá Kína sem felli fjölda manns í vesturheimi. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem að venju eru nafnlaus skrif og þar af leiðandi á ábyrgð Davíðs Oddssonar ritstjóra og Haraldar Johannessen rit- og framkvæmdastjóra blaðsins, gerir kórónuveiruna og bólusetningar að umtalsefni í pistli dagsins. Í niðurlagi hans segir að allra síðustu fréttir frá Bretlandi sýni að mun fleiri látast úr flensu eða lungnabólgu en vegna kórónuveirunnar. Sem sýnir að mati pistlahöfundar, sem ef marka má stílbrögð er Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar með meiru, eru grípandi merki um að þar eru slík mál að komast í hefðbundinn farveg. „Hitt er annað mál, að hér og víðar um allan heim er það talinn sjálfsagður hlutur að til vesturheims berist flensa hvert einasta haust frá Kína sem felli fjölda manns, og þá auðvitað helst þá sem hafa minnstan viðnámsþrótt. Hvað er svona sjálfsagt við það?“ spyr leiðarahöfundur. Og fylgir því eftir með krefjandi spurningu: „Er ekki kominn tími til að krefjast skýringa á þessum árvissu veirum þótt þær séu ekki krýndar? Farfuglarnir eru góðir gestir og við tökum þeim fagnandi. En það er ekki sjálfsagður hlutur að flensa fari að hugsa til okkar og annarra í þessum heimshluta um sama leyti og íslensku fuglarnir eru nýfarnir til vetursetu. Getum við ekki orðið sammála um það?“ Þessi áskorun ritstjórans hlýtur að beinast að stjórnvöldum og það væri þá Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra að koma því máli í réttan farveg. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Sjá meira
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem að venju eru nafnlaus skrif og þar af leiðandi á ábyrgð Davíðs Oddssonar ritstjóra og Haraldar Johannessen rit- og framkvæmdastjóra blaðsins, gerir kórónuveiruna og bólusetningar að umtalsefni í pistli dagsins. Í niðurlagi hans segir að allra síðustu fréttir frá Bretlandi sýni að mun fleiri látast úr flensu eða lungnabólgu en vegna kórónuveirunnar. Sem sýnir að mati pistlahöfundar, sem ef marka má stílbrögð er Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar með meiru, eru grípandi merki um að þar eru slík mál að komast í hefðbundinn farveg. „Hitt er annað mál, að hér og víðar um allan heim er það talinn sjálfsagður hlutur að til vesturheims berist flensa hvert einasta haust frá Kína sem felli fjölda manns, og þá auðvitað helst þá sem hafa minnstan viðnámsþrótt. Hvað er svona sjálfsagt við það?“ spyr leiðarahöfundur. Og fylgir því eftir með krefjandi spurningu: „Er ekki kominn tími til að krefjast skýringa á þessum árvissu veirum þótt þær séu ekki krýndar? Farfuglarnir eru góðir gestir og við tökum þeim fagnandi. En það er ekki sjálfsagður hlutur að flensa fari að hugsa til okkar og annarra í þessum heimshluta um sama leyti og íslensku fuglarnir eru nýfarnir til vetursetu. Getum við ekki orðið sammála um það?“ Þessi áskorun ritstjórans hlýtur að beinast að stjórnvöldum og það væri þá Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra að koma því máli í réttan farveg.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Sjá meira