„Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2021 10:38 Bjarki hefur fundið sig vel á BMX hjólinu. Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. Bjarki gaf á dögunum út myndband þar sem hann sýnir listir sínar og gerir brellur. Frosti Logason hitti Bjarka um daginn í Íslandi í dag en hann var þá að kenna ungum og efnilegum drengjum hjá Brettafélagi Hafnafjarðar og ræddi við hann um ástríðu hans fyrir BMX og spurði hvernig áhugi hans á þessari skemmtilegu íþrótt kviknaði. „Ég byrjaði á BMX í sjöunda bekk og kynntist í því í gegnum Skatepark sem er í Hafnarfirðinum, svona brettagarður,“ segir Bjarki sem fylgdist þarna með eldri strákum leika listi sínar. Bjarki heillaðist af stóru strákunum og áttaði sig á því að hann vildi verða eins og þeir en síðan kom honum mest á óvart hvað hann eignaðist góða vini í þessum hópi. Strákarnir sem hann leit upp til urðu fljótt hans bestu vinir og félagar. „Ég var aðeins að reyna finna mig þarna og fer og kaupi mér bleikt hjól alveg eins og annar strákur sem var þarna. Svo fer ég út að hjóla og hjóla og svo mætir maður í skateparkið og það vilja bara allir vera vinir manns. Þetta er svo lítill hópur af fólki og það vilja allir vera eins og þetta snýst bara um að hafa gaman. Svo á einu ári var maður orðinn frekar flinkur.“ En líkt og sjá má eru brellurnar sem Bjarki framkvæmir á hjólinu margar ansi glæfralegar. Er þetta ekki stórhættulegt? „Þetta er hættulegt sport en það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt. Maður getur verið að labba yfir götu og fótbrotið sig. Ég hef brotnað á vinstri ökkla.“ Bjarki er sjálfur kostaður af tveimur af stærstu BMX fyrirtækjunum í Bandaríkjunum sem eru Subrosa Brand og Shadow Conspiracy og má segja að hann sé svona semi-pro eins og það heitir. Bjarki segir að það hafi hjálpað honum mikið og veitt honum mikla hvatningu. Bjarki vill meina að BMX lífsstíllinn hafi beint honum inn á jákvæðar brautir í lífinu og jafnvel bjargað honum frá því að lenda í einhverju rugli og óæskilegum félagsskap sem stundum vill verða já unglingum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi. „Ég held að það sé almennur misskilningur hjá mörgum að jaðaríþróttir sé aðdragandi slæms félagsskap og neyslu og annað. Þú getur ekki verið fullur fjögur kvöld í viku og farið svo að hjóla.“ Bjarki byrjaði að hjóla í sjöunda bekk. Bjarki og félagar hans eru mjög þakklátir Brettafélagi Hafnarfjarðar og Hafnafjarðarbæ fyrir þá frábæru aðstöðu sem iðkendum jaðaríþrótta hefur verið boðið upp á í Flatahrauni 14 í Hafnarfirði og segir hann að fleiri bæjarfélög ættu að taka sér þessa starfsemi til fyrirmyndar þar sem þetta hafi mjög jákvæð áhrif á allt bæjarfélagið. Bjarki var að gefa út nýtt BMX myndband um daginn sem nú er öllum aðgengilegt á Youtube en þar leikur Bjarki listir sínar og gerir trikk sem aðeins þeir bestu geta leikið eftir. Að baki myndbandsins liggur margra ára vinna en Bjarki mælir með að sem flestir horfi á myndina og vonast hann til þess að hún kveiki áhuga sem flestra á sportinu. Hér að neðan má sjá YouTube myndbandið. Ísland í dag Kópavogur Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Bjarki gaf á dögunum út myndband þar sem hann sýnir listir sínar og gerir brellur. Frosti Logason hitti Bjarka um daginn í Íslandi í dag en hann var þá að kenna ungum og efnilegum drengjum hjá Brettafélagi Hafnafjarðar og ræddi við hann um ástríðu hans fyrir BMX og spurði hvernig áhugi hans á þessari skemmtilegu íþrótt kviknaði. „Ég byrjaði á BMX í sjöunda bekk og kynntist í því í gegnum Skatepark sem er í Hafnarfirðinum, svona brettagarður,“ segir Bjarki sem fylgdist þarna með eldri strákum leika listi sínar. Bjarki heillaðist af stóru strákunum og áttaði sig á því að hann vildi verða eins og þeir en síðan kom honum mest á óvart hvað hann eignaðist góða vini í þessum hópi. Strákarnir sem hann leit upp til urðu fljótt hans bestu vinir og félagar. „Ég var aðeins að reyna finna mig þarna og fer og kaupi mér bleikt hjól alveg eins og annar strákur sem var þarna. Svo fer ég út að hjóla og hjóla og svo mætir maður í skateparkið og það vilja bara allir vera vinir manns. Þetta er svo lítill hópur af fólki og það vilja allir vera eins og þetta snýst bara um að hafa gaman. Svo á einu ári var maður orðinn frekar flinkur.“ En líkt og sjá má eru brellurnar sem Bjarki framkvæmir á hjólinu margar ansi glæfralegar. Er þetta ekki stórhættulegt? „Þetta er hættulegt sport en það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt. Maður getur verið að labba yfir götu og fótbrotið sig. Ég hef brotnað á vinstri ökkla.“ Bjarki er sjálfur kostaður af tveimur af stærstu BMX fyrirtækjunum í Bandaríkjunum sem eru Subrosa Brand og Shadow Conspiracy og má segja að hann sé svona semi-pro eins og það heitir. Bjarki segir að það hafi hjálpað honum mikið og veitt honum mikla hvatningu. Bjarki vill meina að BMX lífsstíllinn hafi beint honum inn á jákvæðar brautir í lífinu og jafnvel bjargað honum frá því að lenda í einhverju rugli og óæskilegum félagsskap sem stundum vill verða já unglingum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi. „Ég held að það sé almennur misskilningur hjá mörgum að jaðaríþróttir sé aðdragandi slæms félagsskap og neyslu og annað. Þú getur ekki verið fullur fjögur kvöld í viku og farið svo að hjóla.“ Bjarki byrjaði að hjóla í sjöunda bekk. Bjarki og félagar hans eru mjög þakklátir Brettafélagi Hafnarfjarðar og Hafnafjarðarbæ fyrir þá frábæru aðstöðu sem iðkendum jaðaríþrótta hefur verið boðið upp á í Flatahrauni 14 í Hafnarfirði og segir hann að fleiri bæjarfélög ættu að taka sér þessa starfsemi til fyrirmyndar þar sem þetta hafi mjög jákvæð áhrif á allt bæjarfélagið. Bjarki var að gefa út nýtt BMX myndband um daginn sem nú er öllum aðgengilegt á Youtube en þar leikur Bjarki listir sínar og gerir trikk sem aðeins þeir bestu geta leikið eftir. Að baki myndbandsins liggur margra ára vinna en Bjarki mælir með að sem flestir horfi á myndina og vonast hann til þess að hún kveiki áhuga sem flestra á sportinu. Hér að neðan má sjá YouTube myndbandið.
Ísland í dag Kópavogur Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira