Fleiri vilja afnema einkaleyfi Þórgnýr Einar Albertsson og Samúel Karl Ólason skrifa 6. maí 2021 18:13 Hreyfing er komin í viðræður um að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna við kórónuveirunni eftir að Bandaríkjamenn lýstu yfir stuðningi við tillöguna í gærkvöldi. Indverjar og Suður-Afríkubúar hafa talað fyrir tillögunni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) undanfarna sex mánuði. Hundrað af 164 aðildarríkjum hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lagðist gegn afnámi einkaleyfa af nokkurri hörku en nú hefur Joe Biden tekið við embættinu og Bandaríkjamenn skipt um skoðun. Með afnámi einkaleyfa er vonast til þess að hægt sé að stórauka framleiðslu á bóluefnum gegn veirunni. Þannig geti fleiri fyrirtæki framleitt skammta og selt þá á lægra verði til fátækari ríkja. Aðrir leiðtogar stórvelda heimsins virðast taka vel í hugmyndina. „Við erum tilbúin til að ræða þessa tillögu sem Bandaríkin hafa samþykkt um að afnema einkaleyfi á framleiðslu Covid-bóluefna,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, tók í sama streng á daglegum fréttamannafundi. „Kína leggur áherslu á að bóluefni standi öllum til boða. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að öll ríki taki virkan þátt í uppbyggilegum umræðum innan WTO svo farsæl niðurstaða fáist í málið.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fagnaði ákvörðun Bidens mjög í gær og sagði hana mikilvægan áfanga í baráttunni gegn Covid-19. This is a monumental moment in the fight against #COVID19. The commitment by @POTUS Joe Biden & @USTradeRep @AmbassadorTai to support the waiver of IP protections on vaccines is a powerful example of leadership to address global health challenges. pic.twitter.com/3iBt3jfdEr— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 5, 2021 Lyfjaframleiðendur eru ekki jafnhrifnir af tillögunni. AP-fréttaveitan hafði eftir Richard Torbett, framkvæmdastjóra samtaka breskra lyfjaframleiðenda, að tillagan gæti haft öfug áhrif. „Þótt þetta sé vel meint gæti tillagan leitt til hægari framleiðslu og minnkandi trausts fjárfesta. Við þurfum á fjárfestingum að halda til að þróa áfram bóluefni, meðal annars við nýjum afbrigðum veirunnar.“ Þjóðverjar andvígir Þá hafa ráðamenn í Þýskalandi lýst sig andvíga þessum áætlunum og segja að einkaleyfin hafi ekki komið niður á framleiðslu bóluefna. Þá séu einkaleyfi og það að verja hugvit aðila lykillinn að nýsköpun og þurfi að vera það áfram. Þýskaland er stærsta hagkerfi ESB og þar er mjög stór lyfjaframleiðslugeiri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Indverjar og Suður-Afríkubúar hafa talað fyrir tillögunni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) undanfarna sex mánuði. Hundrað af 164 aðildarríkjum hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lagðist gegn afnámi einkaleyfa af nokkurri hörku en nú hefur Joe Biden tekið við embættinu og Bandaríkjamenn skipt um skoðun. Með afnámi einkaleyfa er vonast til þess að hægt sé að stórauka framleiðslu á bóluefnum gegn veirunni. Þannig geti fleiri fyrirtæki framleitt skammta og selt þá á lægra verði til fátækari ríkja. Aðrir leiðtogar stórvelda heimsins virðast taka vel í hugmyndina. „Við erum tilbúin til að ræða þessa tillögu sem Bandaríkin hafa samþykkt um að afnema einkaleyfi á framleiðslu Covid-bóluefna,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, tók í sama streng á daglegum fréttamannafundi. „Kína leggur áherslu á að bóluefni standi öllum til boða. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að öll ríki taki virkan þátt í uppbyggilegum umræðum innan WTO svo farsæl niðurstaða fáist í málið.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fagnaði ákvörðun Bidens mjög í gær og sagði hana mikilvægan áfanga í baráttunni gegn Covid-19. This is a monumental moment in the fight against #COVID19. The commitment by @POTUS Joe Biden & @USTradeRep @AmbassadorTai to support the waiver of IP protections on vaccines is a powerful example of leadership to address global health challenges. pic.twitter.com/3iBt3jfdEr— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 5, 2021 Lyfjaframleiðendur eru ekki jafnhrifnir af tillögunni. AP-fréttaveitan hafði eftir Richard Torbett, framkvæmdastjóra samtaka breskra lyfjaframleiðenda, að tillagan gæti haft öfug áhrif. „Þótt þetta sé vel meint gæti tillagan leitt til hægari framleiðslu og minnkandi trausts fjárfesta. Við þurfum á fjárfestingum að halda til að þróa áfram bóluefni, meðal annars við nýjum afbrigðum veirunnar.“ Þjóðverjar andvígir Þá hafa ráðamenn í Þýskalandi lýst sig andvíga þessum áætlunum og segja að einkaleyfin hafi ekki komið niður á framleiðslu bóluefna. Þá séu einkaleyfi og það að verja hugvit aðila lykillinn að nýsköpun og þurfi að vera það áfram. Þýskaland er stærsta hagkerfi ESB og þar er mjög stór lyfjaframleiðslugeiri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira