Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Sylvía Hall skrifar 6. maí 2021 22:20 Kathleen Folbigg afplánað 18 ár af þrjátíu ára fangelsisdómi sínum. EPA/Joel Carrett Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. Beiðni Folbigg nýtur mikils stuðnings, en um níutíu vísindamenn og læknar hafa lýst því yfir að börnin hafi látist af eðlilegum orsökum og Folbigg sé mögulega fórnarlamb mikils óréttlætis. Frumburður Folbigg, Caleb, fæddist árið 1989 og lést aðeins 19 dögum síðar. Tveimur árum síðar eignaðist hún soninn Patrick sem lést aðeins átján mánaða gamall. Dóttir hennar Sarah fæddist svo tveimur árum eftir andlát Patrick, en hún lést tíu mánaða. Fjórða barn Folbigg, Laura, lést árið 1999 þá 19 mánaða gömul. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós að báðar stúlkurnar erfðu nýuppgötvaðan erfðabreytileika frá móður sinni, sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Folbigg leggur inn beiðnina á grundvelli nýrra gagna sem hún segir sanna að læknisfræðilegir þættir hafi leitt til andláta barna hennar. Hún hefur þó áður látið reyna á málið fyrir áfrýjunardómstól með litlum árangri, en kröfu hennar var síðast vísað frá í lok mars. Í yfirlýsingu frá vinkonu Folbigg í kjölfar frávísunarinnar sagði hún niðurstöðuna varpa fram fleiri spurningum en svörum. Málið hefði nú hlotið heimsathygli og margir væru undrandi yfir niðurstöðunni. „Augu fólks um allan heim eru nú á þessu máli og það eru fleiri Ástralir réttilega að spyrja sig hvers vegna Kath er enn í fangelsi eftir átján ár þegar það benda sífellt fleiri vísindaleg sönnunargögn til þess að hún sé saklaus.“ Forseti áströlsku vísindaakademíunnar hefur sakað dómara dómstólsins um að draga rangar ályktanir af gögnum sem sýni skýrlega fram á erfðafræðilegar vísbendingar sem gætu útskýrt andlátin. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Beiðni Folbigg nýtur mikils stuðnings, en um níutíu vísindamenn og læknar hafa lýst því yfir að börnin hafi látist af eðlilegum orsökum og Folbigg sé mögulega fórnarlamb mikils óréttlætis. Frumburður Folbigg, Caleb, fæddist árið 1989 og lést aðeins 19 dögum síðar. Tveimur árum síðar eignaðist hún soninn Patrick sem lést aðeins átján mánaða gamall. Dóttir hennar Sarah fæddist svo tveimur árum eftir andlát Patrick, en hún lést tíu mánaða. Fjórða barn Folbigg, Laura, lést árið 1999 þá 19 mánaða gömul. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós að báðar stúlkurnar erfðu nýuppgötvaðan erfðabreytileika frá móður sinni, sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Folbigg leggur inn beiðnina á grundvelli nýrra gagna sem hún segir sanna að læknisfræðilegir þættir hafi leitt til andláta barna hennar. Hún hefur þó áður látið reyna á málið fyrir áfrýjunardómstól með litlum árangri, en kröfu hennar var síðast vísað frá í lok mars. Í yfirlýsingu frá vinkonu Folbigg í kjölfar frávísunarinnar sagði hún niðurstöðuna varpa fram fleiri spurningum en svörum. Málið hefði nú hlotið heimsathygli og margir væru undrandi yfir niðurstöðunni. „Augu fólks um allan heim eru nú á þessu máli og það eru fleiri Ástralir réttilega að spyrja sig hvers vegna Kath er enn í fangelsi eftir átján ár þegar það benda sífellt fleiri vísindaleg sönnunargögn til þess að hún sé saklaus.“ Forseti áströlsku vísindaakademíunnar hefur sakað dómara dómstólsins um að draga rangar ályktanir af gögnum sem sýni skýrlega fram á erfðafræðilegar vísbendingar sem gætu útskýrt andlátin.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira