Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. maí 2021 23:31 Keppnissviðið í Laugardalshöll er stórglæsilegt. Youngwolff/Riot Games/Riot Games Inc. via Getty Images Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. Cloud 9 frá Bandaríkjunum fékk það erfiða verkefni að byrja mótið gegn ríkjandi heimsmeisturum í DWG KIA frá Kóreu. DWG sýndi það fljótlega afhverju þeir eru þeir bestu í heimi. Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið nokkuð jafn til að byrja með þá kom það fljótt í ljós í kringum miðbik leiksins að DWG KIA var einfaldlega of stór biti fyrir fulltrúa LCS. Heimsmeistararnir enduðu á því að klára fyrsta leik mótsins eftir um 27 mínútur, og það er nokkuð augljóst að þeir eru liðið til að sigra. .@DWGKIA take down @Cloud9 in the Opening Match! #MSI2021 pic.twitter.com/tYPM0pFvzk— LoL Esports (@lolesports) May 6, 2021 Í öðrum leik dagsins vann Gillette Infinity góðan sigur á DetonatioN FocusMe áður en Pentanet.GG spilaði tvo leiki í röð. Pentanet.GG mætti ofjörlum sínum þegar þeir spiluðu við Royal Never Give Up í A-riðli. Næsti leikur þeirra var gegn Unicorns Of Love, en þessi tvö lið munu að öllum líkindum berjast um laust sæti í næstu umferð ásamt Royal Never Give Up úr þessum þriggja liða riðli. Unicorns Of Love fóru þar með sigur úr býtum sem þýðir að Pentanet.GG er strax komið með bakið upp við vegg eftir fyrsta daginn. Istanbull Wildcats mætti PaiN Gaming í skemmtilegasta leik dagsins þar sem hart var barist. Istanbull Wildcats voru með yfirhöndina stóran hluta leiksins, en eftir 29 mínútur af League of Legends snéri PaiN Gaming taflinu sér í hag. Leikurinn varð að lokum 38 mínútna langur þar sem PaiN Gaming landaði mikilvægum sigri í B-riðli. First victory for @paiNGamingBR at #MSI2021 ! pic.twitter.com/vmVxs0mUgs— LoL Esports (@lolesports) May 6, 2021 Lokaleikur dagsins var MAD Lions gegn PSG Talon í B-riðli. Þessi tvö lið munu líklega berjast um efsta sætið í sínum riðli, en það voru fulltrúar LEC frá Evrópu, MAD Lions, sem höfðu betur í hörkuleik. Stöð 2 eSport sýnir frá mótinu og verður hægt að fylgjast með öðrum degi mótsins þar frá klukkan 12:30 á morgun. League of Legends Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti
Cloud 9 frá Bandaríkjunum fékk það erfiða verkefni að byrja mótið gegn ríkjandi heimsmeisturum í DWG KIA frá Kóreu. DWG sýndi það fljótlega afhverju þeir eru þeir bestu í heimi. Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið nokkuð jafn til að byrja með þá kom það fljótt í ljós í kringum miðbik leiksins að DWG KIA var einfaldlega of stór biti fyrir fulltrúa LCS. Heimsmeistararnir enduðu á því að klára fyrsta leik mótsins eftir um 27 mínútur, og það er nokkuð augljóst að þeir eru liðið til að sigra. .@DWGKIA take down @Cloud9 in the Opening Match! #MSI2021 pic.twitter.com/tYPM0pFvzk— LoL Esports (@lolesports) May 6, 2021 Í öðrum leik dagsins vann Gillette Infinity góðan sigur á DetonatioN FocusMe áður en Pentanet.GG spilaði tvo leiki í röð. Pentanet.GG mætti ofjörlum sínum þegar þeir spiluðu við Royal Never Give Up í A-riðli. Næsti leikur þeirra var gegn Unicorns Of Love, en þessi tvö lið munu að öllum líkindum berjast um laust sæti í næstu umferð ásamt Royal Never Give Up úr þessum þriggja liða riðli. Unicorns Of Love fóru þar með sigur úr býtum sem þýðir að Pentanet.GG er strax komið með bakið upp við vegg eftir fyrsta daginn. Istanbull Wildcats mætti PaiN Gaming í skemmtilegasta leik dagsins þar sem hart var barist. Istanbull Wildcats voru með yfirhöndina stóran hluta leiksins, en eftir 29 mínútur af League of Legends snéri PaiN Gaming taflinu sér í hag. Leikurinn varð að lokum 38 mínútna langur þar sem PaiN Gaming landaði mikilvægum sigri í B-riðli. First victory for @paiNGamingBR at #MSI2021 ! pic.twitter.com/vmVxs0mUgs— LoL Esports (@lolesports) May 6, 2021 Lokaleikur dagsins var MAD Lions gegn PSG Talon í B-riðli. Þessi tvö lið munu líklega berjast um efsta sætið í sínum riðli, en það voru fulltrúar LEC frá Evrópu, MAD Lions, sem höfðu betur í hörkuleik. Stöð 2 eSport sýnir frá mótinu og verður hægt að fylgjast með öðrum degi mótsins þar frá klukkan 12:30 á morgun.
League of Legends Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti