Stefnumörkun um málefni Norðurslóða Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 7. maí 2021 10:30 Nú þegar Ísland skilar af sér formennsku í Norðurskautsráðinu — mikilvægasta vettvangi samstarfs og samráðs um málefni Norðurslóða, markar Alþingi stefnu í málefnum svæðisins. Sú stefna kveður á um að Íslandi muni sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli norðurskautsríkjanna í austri og vestri taka virkan þátt og styðja við þá alþjóðlegu samvinnu um málefni norðurslóða sem hefur fest sig farsællega í sessi. Niðurstaða þverpólitísks starfshóps Sú stefnumörkun sem utanríkisráðherra hefur lagt fram og verður vonandi samþykkt á Alþingi á næstu vikum, byggir á niðurstöðum þverpólitísks starfshóps, sem ég átti sæti í. Hópnum var ætlað að móta stefnu í málefnum norðurslóða út frá víðu sjónarhorni, svo sem vistfræðilegu, efnahagslegu, pólitísku og út frá öryggi. 19 áhersluþættir í Norðurslóðastefnunni Lagt var til að norðurslóðastefna Íslands miði að eftirfarandi nítján áhersluþáttum sem snúa að umhverfismálum og sjálfbærni, öryggismálum, leit og björgun, efnahagstækifærum og innviðauppbyggingu, vísindum og nýsköpun og atvinnuuppbyggingu en allar miða þær að því að gæta hagsmuna Íslands og tryggja velferð íbúa Norðurslóða. Ísland taki virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um málefni norðurslóða á grundvelli gilda sem höfð hafa verið að leiðarljósi í íslenskri utanríkisstefnu - m.a. um frið, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Ísland styðji áfram við Norðurskautsráðið og efli það sem mikilvægasta vettvang til samráðs og samstarfs um málefni svæðisins. Lögð verði áhersla á friðsamlega lausn deilumála sem upp kunna að koma á norðurslóðum og virða ber alþjóðalög, þar á meðal hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlega mannréttindasáttmála. Sjálfbær þróun verði leiðarljós samstarfsins og tekið sé mið af Sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Lögð verði áhersla á viðspyrnu gegn loftslagsbreytingum og viðbrögðum við neikvæðum áhrifum þeirra á norðurslóðum. Umhverfisvernd verði í öndvegi á Norðurslóðum, verndun lífríkis og líffræðileg fjölbreytni. Staðinn vörður um heilbrigði hafsins og unnið gegn ógnum sem felast í súrnun sjávar og hvers konar mengun í hafi. Lögð áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á norðurslóðum og brennslu svartolíu til siglinga. Aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum aukið og ráðist í aðgerðir til orkuskipta. Sjónum beint að velferð íbúa norðurslóða, möguleikum þeirra til lífsafkomu og aðgengi að stafrænum fjarskiptum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Stutt við réttindi frumbyggja og jafnrétti í hvívetna, sem og viðleitni til verndunar menningararfs og tungu þjóða norðurslóða. Leiðarljós við nýtingu efnahagstækifæra á norðurslóðum verði sjálfbærni og ábyrg umgengni við auðlindir. Ísland efli viðskipti og samstarf á sviði atvinnulífs, mennta og þjónustu innan norðurslóða, ekki síst við Grænland og Færeyjar. Vöktun og öryggi í samgöngum á hafi og í lofti, verði efld, meðal annars með betri fjarskiptum og útbreiðslu gervihnattakerfa eins og við gervihnattaleiðsögu. Styrkja leitar og björgunargetu, auk viðbragðs við mengunarslysum með uppbyggingu innlends björgunarklasa og alþjóðlegt samstarfs. Öryggishagsmuna á norðurslóðum verði gætt á borgaralegum forsendum og á grundvelli þjóðaröryggisstefnu Íslands. Þar verði þróun öryggismála vöktuð í samráði við Norðurlönd og önnur bandalagsríki Íslands í NATO. Mælt gegn hervæðingu Norðurslóða og stuðlað að friði og stöðugleika svæðisins. Vaxandi áhugi aðila utan svæðisins á málefnum norðurslóða verði tekið fagnandi, virði þeir alþjóðalög og stöðu norðurskautsríkjanna átta, og fari fram með friðsamlegum og sjálfbærum hætti. Staða og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis styrkt með aukinni innlendri vísindaþekkingu, menntun og sérhæfingu í málefnum norðurslóða. Stutt verði við alþjóðlegt vísindasamstarf á norðurslóðum og miðlun á niðurstöðum vísindarannsókna. Innlent rannsóknastarf eflt meðal annars með mótun rannsóknaáætlunar um norðurslóðir. Byggt verði á árangri „Hringborðs norðurslóða“ og skapa því umgjörð til framtíðar með því að koma á fót sjálfseignarstofnun um Norðurslóðamál. Akureyri verði efld enn frekar sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Það verði gert með stuðningi við mennta- og rannsóknastofnanir og þekkingarsetur, auknu innlendu samráði og samstarfi um málefni norðurslóða. Þungi í þjóðmálaumræðu komandi tíma Ofangreint undirstrikar mikilvægi norðurslóða í hagsmunum Íslands en ekki síður mikilvægi svæðisins í alþjóðlegri umræðu vegna örra umhverfisbreytinga af völdum hlýnunar loftslags. Málefni norðurslóða vega þannig stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðu okkar og verða líkleg þungamiðja stjórnmála hér á komandi tímum. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Alþingi Norðurslóðir Utanríkismál Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Ísland skilar af sér formennsku í Norðurskautsráðinu — mikilvægasta vettvangi samstarfs og samráðs um málefni Norðurslóða, markar Alþingi stefnu í málefnum svæðisins. Sú stefna kveður á um að Íslandi muni sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli norðurskautsríkjanna í austri og vestri taka virkan þátt og styðja við þá alþjóðlegu samvinnu um málefni norðurslóða sem hefur fest sig farsællega í sessi. Niðurstaða þverpólitísks starfshóps Sú stefnumörkun sem utanríkisráðherra hefur lagt fram og verður vonandi samþykkt á Alþingi á næstu vikum, byggir á niðurstöðum þverpólitísks starfshóps, sem ég átti sæti í. Hópnum var ætlað að móta stefnu í málefnum norðurslóða út frá víðu sjónarhorni, svo sem vistfræðilegu, efnahagslegu, pólitísku og út frá öryggi. 19 áhersluþættir í Norðurslóðastefnunni Lagt var til að norðurslóðastefna Íslands miði að eftirfarandi nítján áhersluþáttum sem snúa að umhverfismálum og sjálfbærni, öryggismálum, leit og björgun, efnahagstækifærum og innviðauppbyggingu, vísindum og nýsköpun og atvinnuuppbyggingu en allar miða þær að því að gæta hagsmuna Íslands og tryggja velferð íbúa Norðurslóða. Ísland taki virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um málefni norðurslóða á grundvelli gilda sem höfð hafa verið að leiðarljósi í íslenskri utanríkisstefnu - m.a. um frið, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Ísland styðji áfram við Norðurskautsráðið og efli það sem mikilvægasta vettvang til samráðs og samstarfs um málefni svæðisins. Lögð verði áhersla á friðsamlega lausn deilumála sem upp kunna að koma á norðurslóðum og virða ber alþjóðalög, þar á meðal hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlega mannréttindasáttmála. Sjálfbær þróun verði leiðarljós samstarfsins og tekið sé mið af Sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Lögð verði áhersla á viðspyrnu gegn loftslagsbreytingum og viðbrögðum við neikvæðum áhrifum þeirra á norðurslóðum. Umhverfisvernd verði í öndvegi á Norðurslóðum, verndun lífríkis og líffræðileg fjölbreytni. Staðinn vörður um heilbrigði hafsins og unnið gegn ógnum sem felast í súrnun sjávar og hvers konar mengun í hafi. Lögð áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á norðurslóðum og brennslu svartolíu til siglinga. Aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum aukið og ráðist í aðgerðir til orkuskipta. Sjónum beint að velferð íbúa norðurslóða, möguleikum þeirra til lífsafkomu og aðgengi að stafrænum fjarskiptum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Stutt við réttindi frumbyggja og jafnrétti í hvívetna, sem og viðleitni til verndunar menningararfs og tungu þjóða norðurslóða. Leiðarljós við nýtingu efnahagstækifæra á norðurslóðum verði sjálfbærni og ábyrg umgengni við auðlindir. Ísland efli viðskipti og samstarf á sviði atvinnulífs, mennta og þjónustu innan norðurslóða, ekki síst við Grænland og Færeyjar. Vöktun og öryggi í samgöngum á hafi og í lofti, verði efld, meðal annars með betri fjarskiptum og útbreiðslu gervihnattakerfa eins og við gervihnattaleiðsögu. Styrkja leitar og björgunargetu, auk viðbragðs við mengunarslysum með uppbyggingu innlends björgunarklasa og alþjóðlegt samstarfs. Öryggishagsmuna á norðurslóðum verði gætt á borgaralegum forsendum og á grundvelli þjóðaröryggisstefnu Íslands. Þar verði þróun öryggismála vöktuð í samráði við Norðurlönd og önnur bandalagsríki Íslands í NATO. Mælt gegn hervæðingu Norðurslóða og stuðlað að friði og stöðugleika svæðisins. Vaxandi áhugi aðila utan svæðisins á málefnum norðurslóða verði tekið fagnandi, virði þeir alþjóðalög og stöðu norðurskautsríkjanna átta, og fari fram með friðsamlegum og sjálfbærum hætti. Staða og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis styrkt með aukinni innlendri vísindaþekkingu, menntun og sérhæfingu í málefnum norðurslóða. Stutt verði við alþjóðlegt vísindasamstarf á norðurslóðum og miðlun á niðurstöðum vísindarannsókna. Innlent rannsóknastarf eflt meðal annars með mótun rannsóknaáætlunar um norðurslóðir. Byggt verði á árangri „Hringborðs norðurslóða“ og skapa því umgjörð til framtíðar með því að koma á fót sjálfseignarstofnun um Norðurslóðamál. Akureyri verði efld enn frekar sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Það verði gert með stuðningi við mennta- og rannsóknastofnanir og þekkingarsetur, auknu innlendu samráði og samstarfi um málefni norðurslóða. Þungi í þjóðmálaumræðu komandi tíma Ofangreint undirstrikar mikilvægi norðurslóða í hagsmunum Íslands en ekki síður mikilvægi svæðisins í alþjóðlegri umræðu vegna örra umhverfisbreytinga af völdum hlýnunar loftslags. Málefni norðurslóða vega þannig stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðu okkar og verða líkleg þungamiðja stjórnmála hér á komandi tímum. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun