Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 12:29 Alls hafa 57.867 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verið gefnir hér á landi. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Þar segir að ákveðið hafi verið að teygja bilið milli fyrsta og annars skammts upp í tólf vikur eftir að niðurstöður fyrstu rannsókna í Bretlandi bentu til að slíkt gæti aukið virkni bóluefnisins. Síðan þá hafi fleiri rannsóknir sýnt góða virkni þess með styttra bili á milli skammta. Þeirra á meðal sé stór rannsókn í Bandaríkjunum sem hafi sýnt fram á 76% virkni þegar fjórar vikur liðu milli skammta. Hefur Landspítalinn nú ákveðið í samvinnu við sóttvarnalækni að bjóða upp á endurbólusetningu starfsfólks með AstraZeneca eftir rúmar átta vikur. Samkvæmt skráningu bóluefnisins hér á landi skal gefa seinni skammtinn fjórum til tólf vikum eftir þann fyrri. „Mörgum úr [AstraZeneca] hópnum finnst erfitt að bíða í fullar 12 vikur eftir því að verða fullbólusettir og einnig er akkur af því að hraða ferlinu fyrir Landspítala og fjölga fullbólusettu starfsfólki í klínísku umhverfi sjúklinga hraðar en upphaflega var áætlað,“ segir í yfirlýsingu farsóttarnefndar. Þá segir að starfsfólk geti áfram óskað eftir því að tólf vikur líði milli skammta. Óhætt að blanda saman bóluefnum Greint frá því í vikunni að konur fæddar 1967 eða síðar sem hafi fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gætu valið að fá bóluefni Pfizer í seinni skammti. Hætt var að bjóða konum undir 55 ára aldri efni AstraZeneca eftir að blóðsegavandamál voru skilgreind sem afar sjaldgæf aukaverkun. Að sögn farsóttanefndar hafa mörg ríki farið þá leið að blanda saman bóluefni AstraZeneca og Pfizer. Ekkert hafi komið fram sem bendi til verri útkomu. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Þar segir að ákveðið hafi verið að teygja bilið milli fyrsta og annars skammts upp í tólf vikur eftir að niðurstöður fyrstu rannsókna í Bretlandi bentu til að slíkt gæti aukið virkni bóluefnisins. Síðan þá hafi fleiri rannsóknir sýnt góða virkni þess með styttra bili á milli skammta. Þeirra á meðal sé stór rannsókn í Bandaríkjunum sem hafi sýnt fram á 76% virkni þegar fjórar vikur liðu milli skammta. Hefur Landspítalinn nú ákveðið í samvinnu við sóttvarnalækni að bjóða upp á endurbólusetningu starfsfólks með AstraZeneca eftir rúmar átta vikur. Samkvæmt skráningu bóluefnisins hér á landi skal gefa seinni skammtinn fjórum til tólf vikum eftir þann fyrri. „Mörgum úr [AstraZeneca] hópnum finnst erfitt að bíða í fullar 12 vikur eftir því að verða fullbólusettir og einnig er akkur af því að hraða ferlinu fyrir Landspítala og fjölga fullbólusettu starfsfólki í klínísku umhverfi sjúklinga hraðar en upphaflega var áætlað,“ segir í yfirlýsingu farsóttarnefndar. Þá segir að starfsfólk geti áfram óskað eftir því að tólf vikur líði milli skammta. Óhætt að blanda saman bóluefnum Greint frá því í vikunni að konur fæddar 1967 eða síðar sem hafi fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gætu valið að fá bóluefni Pfizer í seinni skammti. Hætt var að bjóða konum undir 55 ára aldri efni AstraZeneca eftir að blóðsegavandamál voru skilgreind sem afar sjaldgæf aukaverkun. Að sögn farsóttanefndar hafa mörg ríki farið þá leið að blanda saman bóluefni AstraZeneca og Pfizer. Ekkert hafi komið fram sem bendi til verri útkomu.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira