Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 12:29 Alls hafa 57.867 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verið gefnir hér á landi. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Þar segir að ákveðið hafi verið að teygja bilið milli fyrsta og annars skammts upp í tólf vikur eftir að niðurstöður fyrstu rannsókna í Bretlandi bentu til að slíkt gæti aukið virkni bóluefnisins. Síðan þá hafi fleiri rannsóknir sýnt góða virkni þess með styttra bili á milli skammta. Þeirra á meðal sé stór rannsókn í Bandaríkjunum sem hafi sýnt fram á 76% virkni þegar fjórar vikur liðu milli skammta. Hefur Landspítalinn nú ákveðið í samvinnu við sóttvarnalækni að bjóða upp á endurbólusetningu starfsfólks með AstraZeneca eftir rúmar átta vikur. Samkvæmt skráningu bóluefnisins hér á landi skal gefa seinni skammtinn fjórum til tólf vikum eftir þann fyrri. „Mörgum úr [AstraZeneca] hópnum finnst erfitt að bíða í fullar 12 vikur eftir því að verða fullbólusettir og einnig er akkur af því að hraða ferlinu fyrir Landspítala og fjölga fullbólusettu starfsfólki í klínísku umhverfi sjúklinga hraðar en upphaflega var áætlað,“ segir í yfirlýsingu farsóttarnefndar. Þá segir að starfsfólk geti áfram óskað eftir því að tólf vikur líði milli skammta. Óhætt að blanda saman bóluefnum Greint frá því í vikunni að konur fæddar 1967 eða síðar sem hafi fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gætu valið að fá bóluefni Pfizer í seinni skammti. Hætt var að bjóða konum undir 55 ára aldri efni AstraZeneca eftir að blóðsegavandamál voru skilgreind sem afar sjaldgæf aukaverkun. Að sögn farsóttanefndar hafa mörg ríki farið þá leið að blanda saman bóluefni AstraZeneca og Pfizer. Ekkert hafi komið fram sem bendi til verri útkomu. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Þar segir að ákveðið hafi verið að teygja bilið milli fyrsta og annars skammts upp í tólf vikur eftir að niðurstöður fyrstu rannsókna í Bretlandi bentu til að slíkt gæti aukið virkni bóluefnisins. Síðan þá hafi fleiri rannsóknir sýnt góða virkni þess með styttra bili á milli skammta. Þeirra á meðal sé stór rannsókn í Bandaríkjunum sem hafi sýnt fram á 76% virkni þegar fjórar vikur liðu milli skammta. Hefur Landspítalinn nú ákveðið í samvinnu við sóttvarnalækni að bjóða upp á endurbólusetningu starfsfólks með AstraZeneca eftir rúmar átta vikur. Samkvæmt skráningu bóluefnisins hér á landi skal gefa seinni skammtinn fjórum til tólf vikum eftir þann fyrri. „Mörgum úr [AstraZeneca] hópnum finnst erfitt að bíða í fullar 12 vikur eftir því að verða fullbólusettir og einnig er akkur af því að hraða ferlinu fyrir Landspítala og fjölga fullbólusettu starfsfólki í klínísku umhverfi sjúklinga hraðar en upphaflega var áætlað,“ segir í yfirlýsingu farsóttarnefndar. Þá segir að starfsfólk geti áfram óskað eftir því að tólf vikur líði milli skammta. Óhætt að blanda saman bóluefnum Greint frá því í vikunni að konur fæddar 1967 eða síðar sem hafi fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gætu valið að fá bóluefni Pfizer í seinni skammti. Hætt var að bjóða konum undir 55 ára aldri efni AstraZeneca eftir að blóðsegavandamál voru skilgreind sem afar sjaldgæf aukaverkun. Að sögn farsóttanefndar hafa mörg ríki farið þá leið að blanda saman bóluefni AstraZeneca og Pfizer. Ekkert hafi komið fram sem bendi til verri útkomu.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent