Fótbolti

Sif sneri aftur er Kristian­stad tyllti sér á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sif Atladóttir lék sinn fyrsta leik í langan tíma í dag.
Sif Atladóttir lék sinn fyrsta leik í langan tíma í dag. Kristiandsbladet

Kristianstad vann Vittsjö 1-0 í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag.

Sif Atladóttir sneri aftur í byrjunarlið Kristianstad og lék allan leikinn í góðum 1-0 sigri dagsins. Sif lék ekki með liðinu á síðustu leiktíð og raunar hafði hún ekki byrjað leik í 19 mánuði. 

Þessi reynslumikli miðvörður minnti heldur betur á sig og hjálpaði Kristianstad að sækja stigin þrjú í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir var hins vegar ekki með vegna meiðsla en talið er að hún verði frá þangað til um miðjan júní mánuð.

Leikur dagsins var stál í stál og staðan markalaus í hálfleik.  Amanda Edgren skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu, staðan orðin 1-0 Kristianstad í vil og reyndust það lokatölur.

Kristianstad er því komið á topp deildarinnar – tímabundið – með 10 stig að loknum fjórum leikjum.

Sif Atladóttir er með reynslumeiri leikmönnum Íslands og alls að baki 82 A-landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×