Tveir greindust með veiruna við landamærin, þar sem allir eru skimaðir við komuna til landsins.
Vísir að hópsýkingu kann að vera kominn upp í Skagafirði, þar sem fjórir hafa greinst hingað til. Ekki liggur fyrir hvort allir fjórir sem greindust í gær hafi verið þar eða hvort þar hafi greinst smit í dag.