„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 13:48 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. VILHELM GUNNARSSON Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur kynferðisofbeldis stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um ofbeldið og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu en margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir að byltingin sé sem betur fer komin til að vera. „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi bylting er komin til að vera og sem betur fer. Einhverjum kannski var búið að finnast nóg komið af umræðu um #MeToo en þetta er bara komið til að vera og við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur. Það er skylda okkar sem erum kjörin á þing að berjast fyrir betra samfélagi og það á líka við um að líta ekki undan ofbeldi eða áreitni og leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi þolenda,“ sagði Áslaug Arna. Hún segir að ríkisstjórnin hafi fylgt eftir aðgerðaráætlun með það að markmiði að tryggja réttláta og betri málsmeðferð við rannsókn mála og auka traust á kerfinu. Þeirri vinnu sé markaður tími til ársins 2022. „Sú vinna hefur þegar leitt til mikilla bóta,“ sagði Áslaug. Málsmeðferðartími enn of langur „Það er búið að fara í átak við að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra. Við erum búin að sjá nýjar breytingar á hegningarlögum sem oft fylgja og eru í takt við kynbundið ofbeldi sem er bæði bann við sendingu á kynferðislegu efni án samþykkis sem og refsiákvæði við umsáturseinelti. En það er líka frumvarp í þinginu til að bæta upplýsingagjöf til brotaþola með það að markmiði að auka traust og gagnsæi í kerfinu,“ sagði Áslaug. Áslaug segir að samhliða þessu þurfi að veita þolendum skjól. „Og tryggja að kerfið geri það af fagmennsku, hlýju og tillitssemi.“ Áfram þurfi að stytta málsmeðferðartíma í málaflokknum sem sé enn of langur. Einnig þurfi að samræma áherslur á landsvísu. „Verum í sífelldri endurskoðun á löggjöfinni okkar, að betrumbæta hana. Í heild eru þrjú frumvörp á þessu þingi sem miða að því. Það þarf sífellt að endurmennta rannsakendur kynferðisbrota. Við höfum aukið fjárframlög í málaflokkinn og þetta er bara sífellt verkefni og það eru mörg verkefni framundan,“ sagði Áslaug. MeToo Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30 Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur kynferðisofbeldis stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um ofbeldið og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu en margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir að byltingin sé sem betur fer komin til að vera. „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi bylting er komin til að vera og sem betur fer. Einhverjum kannski var búið að finnast nóg komið af umræðu um #MeToo en þetta er bara komið til að vera og við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur. Það er skylda okkar sem erum kjörin á þing að berjast fyrir betra samfélagi og það á líka við um að líta ekki undan ofbeldi eða áreitni og leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi þolenda,“ sagði Áslaug Arna. Hún segir að ríkisstjórnin hafi fylgt eftir aðgerðaráætlun með það að markmiði að tryggja réttláta og betri málsmeðferð við rannsókn mála og auka traust á kerfinu. Þeirri vinnu sé markaður tími til ársins 2022. „Sú vinna hefur þegar leitt til mikilla bóta,“ sagði Áslaug. Málsmeðferðartími enn of langur „Það er búið að fara í átak við að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra. Við erum búin að sjá nýjar breytingar á hegningarlögum sem oft fylgja og eru í takt við kynbundið ofbeldi sem er bæði bann við sendingu á kynferðislegu efni án samþykkis sem og refsiákvæði við umsáturseinelti. En það er líka frumvarp í þinginu til að bæta upplýsingagjöf til brotaþola með það að markmiði að auka traust og gagnsæi í kerfinu,“ sagði Áslaug. Áslaug segir að samhliða þessu þurfi að veita þolendum skjól. „Og tryggja að kerfið geri það af fagmennsku, hlýju og tillitssemi.“ Áfram þurfi að stytta málsmeðferðartíma í málaflokknum sem sé enn of langur. Einnig þurfi að samræma áherslur á landsvísu. „Verum í sífelldri endurskoðun á löggjöfinni okkar, að betrumbæta hana. Í heild eru þrjú frumvörp á þessu þingi sem miða að því. Það þarf sífellt að endurmennta rannsakendur kynferðisbrota. Við höfum aukið fjárframlög í málaflokkinn og þetta er bara sífellt verkefni og það eru mörg verkefni framundan,“ sagði Áslaug.
MeToo Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30 Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20
Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30
Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47