Alexander Petterson gerði eitt mark í öruggum sigri Flensburg á Wetzlar, 32-24.
Gunnar Steinn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson komust hvorugir á blað í Íslendingaslag Melsungen og Göppingen sem lauk með átta marka sigri, Melsungen, 31-23. Landsliðsþjálfari Íslands, Guðmundur Guðmundsson, þjálfar Melsungen.
Í B-deildinni bar Íslendingalið Gummersbach sigurorð af Eisenach, 27-35. Elliði Snær Viðarsson gerði þrjú mörk fyrir Gummersbach sem þjálfað er af Guðjóni Val Sigurðssyni.