„Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2021 10:31 Sylvía Melsteð hefur þurft að leggja gríðarlega mikla vinnu á sig vegna lesblindu. Sylvía Erla Melsteð var komin í níunda bekk þegar hún fékk loksins greiningu. Hún var lesblind. Með góðri hjálp komst hún inn í draumaskólann og er með þrjú stór verkefni í gangi til að hjálpa krökkum með lesblindu. Sindri Sindrason ræddi við Sylvíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í lesblinduskóla sumarið fyrir tíunda bekk og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Þá fór ég bara að læra stafrófið upp á nýtt og læra stafina upp á nýtt. Draumurinn minn var að fara í Versló, alveg númer 1,2 og 3. Það var aðallega út af Nemó, ég er náttúrulega söngkona og byrjaði að syngja áður en ég fór að tala þegar ég var lítil. Það skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta og dansa og syngja,“ segir Sylvía. Hún komst inn. Aðstoðin skipti öllu máli „Ég lagði svo mikið á mig til að fara þarna inn og gerði ekkert nema læra í tíunda bekk og ég komst inn. Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði. Þegar ég komst inn í Versló var eins og ég hefði lent á vegg þegar námið fór að þyngjast. Þá sá ég að þetta væri erfitt fyrir mig. Sama hvað ég lagði á mig, sama hvað ég lærði mikið þá var það ekki að skila sér.“ Sylvía segir að ef um minnsta grun sé um að ræða að barn sé með lesblindu þá eigi að láta athuga það. „Þú getur allt sem þú ætlar þér. Ef þú vilt verða tannlæknir og lögfræðingur, þú getur þetta allt. Númer 1, 2 og 3 og lykillinn af þessu öllu er aðstoðin.“ Lesblinda bara verkefni eins og hvað annað Sylvía segir að móðir hennar hafi aðstoðað hana gríðarlega mikið í gegnum þetta ferli en yngri bróðir hennar er einnig greindur með lesblindu. „Það var aldrei talað um lesblindu eins og það væri eitthvað að okkur. Þetta væri bara verkefni sem við fengum, eins og við fáum öll verkefni í lífinu. Misstór verkefni en við þurfum öll að vinna þessi verkefni vel.“ Sylvía var að gefa út bókina Oreo fer í skólann sem er bók sem getur aðstoðað börn við lesblindu og kynnir börnum fyrir lesblindunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bókmenntir Skóla - og menntamál Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Með góðri hjálp komst hún inn í draumaskólann og er með þrjú stór verkefni í gangi til að hjálpa krökkum með lesblindu. Sindri Sindrason ræddi við Sylvíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í lesblinduskóla sumarið fyrir tíunda bekk og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Þá fór ég bara að læra stafrófið upp á nýtt og læra stafina upp á nýtt. Draumurinn minn var að fara í Versló, alveg númer 1,2 og 3. Það var aðallega út af Nemó, ég er náttúrulega söngkona og byrjaði að syngja áður en ég fór að tala þegar ég var lítil. Það skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta og dansa og syngja,“ segir Sylvía. Hún komst inn. Aðstoðin skipti öllu máli „Ég lagði svo mikið á mig til að fara þarna inn og gerði ekkert nema læra í tíunda bekk og ég komst inn. Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði. Þegar ég komst inn í Versló var eins og ég hefði lent á vegg þegar námið fór að þyngjast. Þá sá ég að þetta væri erfitt fyrir mig. Sama hvað ég lagði á mig, sama hvað ég lærði mikið þá var það ekki að skila sér.“ Sylvía segir að ef um minnsta grun sé um að ræða að barn sé með lesblindu þá eigi að láta athuga það. „Þú getur allt sem þú ætlar þér. Ef þú vilt verða tannlæknir og lögfræðingur, þú getur þetta allt. Númer 1, 2 og 3 og lykillinn af þessu öllu er aðstoðin.“ Lesblinda bara verkefni eins og hvað annað Sylvía segir að móðir hennar hafi aðstoðað hana gríðarlega mikið í gegnum þetta ferli en yngri bróðir hennar er einnig greindur með lesblindu. „Það var aldrei talað um lesblindu eins og það væri eitthvað að okkur. Þetta væri bara verkefni sem við fengum, eins og við fáum öll verkefni í lífinu. Misstór verkefni en við þurfum öll að vinna þessi verkefni vel.“ Sylvía var að gefa út bókina Oreo fer í skólann sem er bók sem getur aðstoðað börn við lesblindu og kynnir börnum fyrir lesblindunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bókmenntir Skóla - og menntamál Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira