Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2021 16:07 Eldflaugum skotið frá Gasa í dag. AP/Khalil Hamra Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. Loftvarnarsírenur hafa hljómað víða um Suður-Ísrael. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli. Her Ísraels segir þó að einn maður hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir að eldflaug var skotið að bíl sem hann var í nærri landamærum Gasa. Þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi gert loftárásir á Gasa í kjölfar eldflaugaárásanna. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir níu hafa fallið í þeim. Þar á meðal þrjú börn. Her Ísraels segir þau ekki hafa fallið í loftárás heldur vegna eldflaugar sem skotið var frá Gasa og fór af leið. Hamas-liðar skutu upprunalega sjö eldflaugum að Jerúsalem. Ein þeirra var skotin niður og hinar munu ekki hafa valdið skaða. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Hamas að árásirnar væru svar við aðgerðum Ísraels í Jerúsalem og hótaði hann frekari aðgerðum ef Ísraelar geri aftur atlögu að al-Aqsa moskunni eða flytji fjölskyldur Palestínumanna frá austurhluta Jerúsalem, eins og til stendur. Video of the Iron Dome interceptions over Sderot a short while ago pic.twitter.com/1jxcvNghtS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) May 10, 2021 Mikil spenna hefur verið í borginni undanfarna daga, sem rekja má til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Times of Israel segir að íbúum í bæ í suðurhluta landsins hafi verið sagt að fara heim og læsa hurðum sínum, vegna fregna um að hryðjuverkamenn hafi laumað sér yfir landamæri Ísraels og Gasa. Sú viðvörun var þó dregin til baka. AP segir spennuna gífurlega mikla í dag og að mögulega skelli á nýtt stríð milli Ísraels og Hamas. Her Ísraels hefur sent aukið herlið að landamærum Ísraels og Gasa. Talsmaður hersins sagði á fimmta tímanum í dag að herinn myndi bregðast við og innrás væri jafnvel á borðinu. Ísrael Palestína Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Loftvarnarsírenur hafa hljómað víða um Suður-Ísrael. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli. Her Ísraels segir þó að einn maður hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir að eldflaug var skotið að bíl sem hann var í nærri landamærum Gasa. Þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi gert loftárásir á Gasa í kjölfar eldflaugaárásanna. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir níu hafa fallið í þeim. Þar á meðal þrjú börn. Her Ísraels segir þau ekki hafa fallið í loftárás heldur vegna eldflaugar sem skotið var frá Gasa og fór af leið. Hamas-liðar skutu upprunalega sjö eldflaugum að Jerúsalem. Ein þeirra var skotin niður og hinar munu ekki hafa valdið skaða. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Hamas að árásirnar væru svar við aðgerðum Ísraels í Jerúsalem og hótaði hann frekari aðgerðum ef Ísraelar geri aftur atlögu að al-Aqsa moskunni eða flytji fjölskyldur Palestínumanna frá austurhluta Jerúsalem, eins og til stendur. Video of the Iron Dome interceptions over Sderot a short while ago pic.twitter.com/1jxcvNghtS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) May 10, 2021 Mikil spenna hefur verið í borginni undanfarna daga, sem rekja má til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Times of Israel segir að íbúum í bæ í suðurhluta landsins hafi verið sagt að fara heim og læsa hurðum sínum, vegna fregna um að hryðjuverkamenn hafi laumað sér yfir landamæri Ísraels og Gasa. Sú viðvörun var þó dregin til baka. AP segir spennuna gífurlega mikla í dag og að mögulega skelli á nýtt stríð milli Ísraels og Hamas. Her Ísraels hefur sent aukið herlið að landamærum Ísraels og Gasa. Talsmaður hersins sagði á fimmta tímanum í dag að herinn myndi bregðast við og innrás væri jafnvel á borðinu.
Ísrael Palestína Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira