Conor McGregor: Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 10:01 Conor McGregor er að gera betri hluti í viðskiptalífinu en inn í búrinu þessa daga. Getty/Jeff Bottari Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur áhuga á því að kaupa Manchester United en það er hins vegar ólíklegt að Glazer fjölskyldan vilji selja. Stuðningsmenn Manchester United hafa verið ósáttir með Glazer fjölskylduna sem eigendur alveg frá kaupum þeirra árið 2005 en mótmælin toppuðu á dögunum þegar stuðningsfólkið kom í veg fyrir að leikur liðsins á móti Liverpool færi fram á Old Trafford. Það varð allt vitlaust í apríl, eins og hjá öðrum félögum, þegar Manchester United tilkynnti að félagið væri einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildar Evrópu. United dróg sig út úr þeim samningi eins og öll ensku félögin þegar í ljós kom að nær engum nema gráðugum eigendum hugðist það að sjá svona keppni verða að veruleika. Everyone assumed Conor McGregor was joking about the idea of buying Manchester United, but now 'The Notorious' has doubled down on his claim... He even spoke about another massive club he held talks about investing in recently https://t.co/D2pVN23jBF— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2021 Conor McGregor blandaði sér þá í umræðuna með því að skella á Twitter: „Ég er að hugsa um að kaupa Manchester United! Hvað finnst ykkur um það?,“ skrifaði McGregor á Twitter og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð. McGregor hefur aftur á móti ekki efni á því að kaupa félagið einn. Hann er metin á allt að 300 milljónir dollara en Forbes verðmetur United félagið á tíu sinnum hærri upphæð eða þrjá milljarða dollara. Stuðningsmaður spurði Conor McGregor út í þessa yfirlýsingu og Írinn svaraði honum. „Í fyrstu fór ég að ræða það að kaupa Celtic ef ég segi alveg eins og er. Að kaupa hluti af Dermot Desmond,“ svaraði McGregor. „Ég er án nokkurs vafa áhugasamur um að eignast íþróttafélag á háu stigi. Bæði Celtic og Man United eru félög sem ég er hrifinn af. Ég er til. Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United,“ svaraði Conor. Það má síðan deila um það hversu raunhæft það sé fyrir hann í fyrsta lagi að kaupa svona stórt félag fyrir mikinn pening og svo í öðru lagi að leggja enn meiri pening í reksturinn. Enski boltinn MMA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United hafa verið ósáttir með Glazer fjölskylduna sem eigendur alveg frá kaupum þeirra árið 2005 en mótmælin toppuðu á dögunum þegar stuðningsfólkið kom í veg fyrir að leikur liðsins á móti Liverpool færi fram á Old Trafford. Það varð allt vitlaust í apríl, eins og hjá öðrum félögum, þegar Manchester United tilkynnti að félagið væri einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildar Evrópu. United dróg sig út úr þeim samningi eins og öll ensku félögin þegar í ljós kom að nær engum nema gráðugum eigendum hugðist það að sjá svona keppni verða að veruleika. Everyone assumed Conor McGregor was joking about the idea of buying Manchester United, but now 'The Notorious' has doubled down on his claim... He even spoke about another massive club he held talks about investing in recently https://t.co/D2pVN23jBF— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2021 Conor McGregor blandaði sér þá í umræðuna með því að skella á Twitter: „Ég er að hugsa um að kaupa Manchester United! Hvað finnst ykkur um það?,“ skrifaði McGregor á Twitter og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð. McGregor hefur aftur á móti ekki efni á því að kaupa félagið einn. Hann er metin á allt að 300 milljónir dollara en Forbes verðmetur United félagið á tíu sinnum hærri upphæð eða þrjá milljarða dollara. Stuðningsmaður spurði Conor McGregor út í þessa yfirlýsingu og Írinn svaraði honum. „Í fyrstu fór ég að ræða það að kaupa Celtic ef ég segi alveg eins og er. Að kaupa hluti af Dermot Desmond,“ svaraði McGregor. „Ég er án nokkurs vafa áhugasamur um að eignast íþróttafélag á háu stigi. Bæði Celtic og Man United eru félög sem ég er hrifinn af. Ég er til. Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United,“ svaraði Conor. Það má síðan deila um það hversu raunhæft það sé fyrir hann í fyrsta lagi að kaupa svona stórt félag fyrir mikinn pening og svo í öðru lagi að leggja enn meiri pening í reksturinn.
Enski boltinn MMA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira