Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 10:30 Delaney Baie Pridham, sem er kölluð DB, var valin besti maður vallarins af ÍBV en hún skoraði tvö fyrstu mörk Eyjaliðsins í leiknum. Instagram/@ibvstelpur Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. Önnur umferð Pepsi Max deildar kvenna byrjaði á mjög óvæntum úrslitum og ÍBV, sem var spáð eitt af neðstu sætunum í deildinni, sýndi þá að liðið er stórhættulegt fyrir hvaða mótherja sem er. Blikakonur fengu draumabyrjun og komust í 1-0 í upphafi leiks en þegar þær gengu til hálfleiks þá voru þær 4-1 undir. ÍBV missti Olgu Sevcovu af velli með rautt spjald í uppbótatíma fyrri hálfleiks en hélt út manni færri í seinni hálfleik og vann leikinn 4-2. Þetta voru fyrstu stig Eyjakvenna í sumar. Nýju erlendu leikmennirnir í liði ÍBV eru mjög öflugir, framherjarnir Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu báðar tvö mörk og miðverðirnir Antoinette Jewel Williams og Liana Hinds eru báðar kraftmiklir varnarmenn. Tveir allra bestu leikmenn vallarins voru þó markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og fyrirliðinn Hanna Kallmaier inn á miðjunni. Breiðablikskonur urðu þar með fyrstu ríkjandi Íslandsmeistararnir í átta ár sem tapa leik í deildinni á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir frá og með árinu 2014 höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli út í Eyjum. Síðast unnu Eyjakonur ríkjandi Íslandsmeistara sumarið 2013 þegar Þór/KA mætti út í Eyjar og þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Breiðablik hafði enn fremur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna með markatölunni 21-2 þar af 8-0 á Kópavogsvellinum í síðasta leik liðanna í fyrra. Það er ljóst á þessum úrslitum að ÍBV liðið ætlar ekkert að vera í fallbaráttunni í sumar og spámenn landsins þurfa aðeins að endurskoða mat sitt á þessum baráttuglöðum Eyjakonum. Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Breiðablik Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Önnur umferð Pepsi Max deildar kvenna byrjaði á mjög óvæntum úrslitum og ÍBV, sem var spáð eitt af neðstu sætunum í deildinni, sýndi þá að liðið er stórhættulegt fyrir hvaða mótherja sem er. Blikakonur fengu draumabyrjun og komust í 1-0 í upphafi leiks en þegar þær gengu til hálfleiks þá voru þær 4-1 undir. ÍBV missti Olgu Sevcovu af velli með rautt spjald í uppbótatíma fyrri hálfleiks en hélt út manni færri í seinni hálfleik og vann leikinn 4-2. Þetta voru fyrstu stig Eyjakvenna í sumar. Nýju erlendu leikmennirnir í liði ÍBV eru mjög öflugir, framherjarnir Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu báðar tvö mörk og miðverðirnir Antoinette Jewel Williams og Liana Hinds eru báðar kraftmiklir varnarmenn. Tveir allra bestu leikmenn vallarins voru þó markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og fyrirliðinn Hanna Kallmaier inn á miðjunni. Breiðablikskonur urðu þar með fyrstu ríkjandi Íslandsmeistararnir í átta ár sem tapa leik í deildinni á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir frá og með árinu 2014 höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli út í Eyjum. Síðast unnu Eyjakonur ríkjandi Íslandsmeistara sumarið 2013 þegar Þór/KA mætti út í Eyjar og þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Breiðablik hafði enn fremur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna með markatölunni 21-2 þar af 8-0 á Kópavogsvellinum í síðasta leik liðanna í fyrra. Það er ljóst á þessum úrslitum að ÍBV liðið ætlar ekkert að vera í fallbaráttunni í sumar og spámenn landsins þurfa aðeins að endurskoða mat sitt á þessum baráttuglöðum Eyjakonum. Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap
Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Breiðablik Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti